fbpx

Fyrr í dag þá gaf Apple út litla uppfærslu á iOS stýrikerfinu sínu, sem er nú komin upp í 4.3.3. Eini tilgangur uppfærslunnar er að laga villuna sem var tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarnar vikur. Villan var sú að síminn skráði upplýsingar um heita reiti og fjarskiptamöstur sem voru nálægt símanum hverju sinni, og safnaði í skrá. Uppfærslan virkar fyrir eftirfarandi iTæki:

iPhone 3GS/4

iPad/iPad 2 og

iPod Touch 3G/4G.

Það ætti að reynast notendum iTækja auðvelt að uppfæra þau, einfaldlega tengja tækið við tölvu með USB kapli  og ræsa iTunes (ef það gerist ekki sjálfkrafa), og þá ætti gluggi á borð við þann hér að neðan að birtast:

Ef fólk vill ekki hala útgáfunni niður í gegnum iTunes, þá má sjá tengla hér að neðan til að ná í .ipsw skrár með iOS 4.3.3 af vefþjóni Apple (erlent niðurhal).

iPhone: iPhone 3GSiPhone 4

iPad: iPad 1, iPad 2 WiFi, iPad 2 3G+WiFi.

iPod Touch: iPod Touch 3G, iPod Touch 4G.

Avatar photo
Author

Write A Comment