fbpx

HardlyWork.in

Ef maður á að vera að vinna eða læra í tölvunni þá getur verið frekar vandræðalegt þegar einhver labbar framhjá skjánum manns og maður hangir á Facebook.

Vefsíðan HardlyWork.in, sem fór í loftið í lok júní, bjargar manni í þessum aðstæðum, því hún tekur allt sem er að gerast á Facebook hjá manni og birtir það í formi Excel skjals. Það gerir manni auðvelt um vik að skoða Facebook án þess að fólk gruni að maður sé að taka. Athugið þó að vefsíðan birtir einungis það sem er að gerast á Facebook, þannig að ef maður vill skrifa ummæli við tengil, stöðuuppfærslu eða mynd þá þarf maður samt sem áður að fara á Facebook til að gera það.

Að neðan má sjá leiðarvísi sem sýnir hvernig maður notar síðuna, og fyrir neðan hann tengil á síðuna.

HardlyWork.in leiðarvísir

 

Hér er svo tengill á síðuna: HardlyWork.in

Avatar photo
Author

Write A Comment