fbpx

QuicksilverWindows/Mac/Linux: Ef þú hefur átt tölvu í meira en mánuð þá er Start Menu mögulega orðinn svo sneisafullur af drasli að þú ert 8-10 sekúndur að finna og opna forrit (sama á við um Mac notendur, nema Dock í stað Start Menu). Með því að ná í eitt lítið forrit, þá geturðu hagað málum þannig að með einum flýtivísi á lyklaborðinu (e. keyboard shortcut) þá geturðu opnað hvaða forrit sem er á svipstundu. Þú getur keyrt mörg þessara forrita saman, en þó mælum við með því að notendur velji eitt þeirra og haldi sig við það.

Launchy

Launchy

Launchy (Windows/Mac/Linux) er forrit sem hefur, líkt og fleiri forrit í þessari grein, þann aðaltilgang að ræsa forrit á leifturhraða. Með tíð og tíma þá hafa ýmsar viðbætur komið, sem gera manni kleift að nýta forritið sem reiknivél, loka forritum og margt fleira. Eftir að þú hefur náð í Launchy og sett það upp þá færðu forritið upp á skjáinn með því að ýta á Alt+Spacebar og skrifar svo nafnið á forritinu sem þú vilt ræsa.

 

Quicksilver

Quicksilver MacQuicksilver (Mac): Á Mac þá er Quicksilver almennt talinn vera kóngur á sínu sviði, þ.e. í svokölluðum „Application Launchers“. Með Quicksilver er líka hægt að gera ýmislegt fleira en bara að ræsa forrit, t.d. stjórna iTunes, keyra skipanir í Terminal, opna skrár, pósta á Twitter, opna vefsíður og margt, margt fleira. Ég hef prófað ýmisleg forrit á þessu sviði, þ. á m. Alfred að ofan, en fer alltaf aftur í Quicksilver

 

Alfred

Alfred MacAlfred(Mac): Alfred er nýtt forrit á þessu sviði, en er almennt talið vera nokkuð öflugt forrit. Forritið sjálft er frítt og þá er hægt að nota Alfred til að ræsa forrit eða leita að skrám. Með því að kaupa aukapakka (svokallaðan Powerpack) á £12 þá bætast við ýmsir eiginleikar, eins og iTunes stjórnun, tölvupóstur o.fl., en hingað til þá hef ég ekki séð Alfred vera með eitthvað sem Quicksilver hefur ekki nú þegar.

 

Gnome Do

Gnome Do

Gnome Do (Linux): Þar sem ég er ekki með Linux (eins og er) þá get ég ekki talað af reynslu um hvernig Gnome Do er miðað við Launchy sem er einnig til fyrir Linux, nema hvað að Quicksilver virðist hafa verið fyrirmynd Gnome Do, ef marka má útlit forritsins. Með Gnome Do er líkt og í Quicksilver hægt að pósta á Twitter, senda tölvupóst, stjórna tónlist og margt fleira.

Avatar photo
Author

2 Comments

Write A Comment