fbpx

Með  iOS 5 sem kom út í gær koma ýmsar nýjungar. Ein af helstu nýjungunum fyrir iPad á iOS 5 er sá möguleiki að skipta lyklaborðinu í tvennt, til að auðvelda ritun texta þegar haldið er á tækinu með báðum höndum.

Sjáið leiðarvísi að neðan

 

Skref 1:

Þegar lyklaborðið birtist á skjánum þegar þú ritar texta, ýttu á og haltu lyklaborðshnappinu inni sem er neðst í hægra horninu.

Split Keyboard iOS 5

 

Skref 2:

Þá ættirðu að fá valkostina Undock og Split. Veldu Split

Lyklaborðið þitt ætti núna að líta svona út:

iOS 5 - Split Keyboard

 

Ath! Ef þú vilt færa lyklaborðið upp eða niður á skjánum, ýttu aftur á og haltu lyklaborðshnappinum inni, og dragðu lyklaborðið upp eða niður eftir hentisemi. Ef þú vilt fá gamla góða lyklaborðið upp, þá ýtirðu einfaldlega aftur á og heldur inni lyklaborðshnappinum, og velur þar „Dock and Merge“.

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Reyndar er líka hægt að halda bara með þumlinum niðri (báðum) og draga í sundur. Sama á við þegar þú vilt „Dock-a“. Í stað að draga það í sundur þá dregur þú það saman. 

Write A Comment