fbpx

iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr. 10 ástæður fyrir því að þú ættir að nota Gmail og leiðarvísinn til að stjórna mörgum netföngum með Gmail). 2.nóvember síðastliðinn þá kom Gmail forrit frá Google í App Store, en var kippt út eftir mjög stuttan tíma þar sem villa var í forritinu varðandi tilkynningar  (e. push notificiations).

Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.

 

Helstu eiginleikar forritsins eru svohljóðandi:

– Tilkynningar (e. push notifications), þannig að þú þarft ekki að kanna póstinn þinn reglulega (sparar samt rafhlöðuna að hafa slökkt á þessu almennt)
– „Pull down to refresh“ ef þú vilt kanna hvort það sé nýr póstur kominn. Hljómar eins og eitthvað „meh, ekkert merkilegt“ en er frekar þægilegur eiginleiki.
– Einföld leið til að skipta á milli flokka (e. Labels), með einni hreyfingu, og þá kemur valmynd upp ekki ósvipuð þeirri sem Facebook forritið býður upp á.
– Hægt að senda myndir/myndbönd úr Camera Roll sem viðhengi.– Leitaðu í þúsundum tölvupósta og fáðu leitarniðurstöður á svipstundu (mikill kostur umfram iOS Mail)

 

Gmail [App Store] og nokkur skjáskot úr forritinu:

[nggallery id=1]

Avatar photo
Author

Write A Comment