fbpx

Í gær gaf Skakkiturn ehf. (sem rekur Apple VAD á Íslandi í umboði Apple Inc.) út fréttatilkynning þess efnis að iPod nano spilarar, framleiddir og seldir tímabilið september 2005 – desember 2006 yrðu innkallaðir vegna galla á rafhlöðu.

Í þessu sambandi er vert að benda á að fyrsta kynslóð af iPod nano kom á markaðinn í september 2005, og í september 2006 kynnti Apple til sögunnar nýja kynslóð af iPod nano, þannig að ef þú átt fyrstu kynslóðar iPod nano, þá má segja að allar líkur séu á því að þinn iPod falli undir þetta. Fréttatilkynninguna má sjá að neðan:

Í tilefni af villandi tilkynningum í íslenskum fjölmiðlum vegna útskipta á iPod nano fyrstu kynslóð vill epli.is koma á framfæri eftirfarandi :

Apple hefur ákvarðað að í einhverjum tilfellum geti rafhlöður í iPod nano fyrstu kynslóð ofhitnað og orsakað hættu. Á það við um iPod nano spilara sem voru framleiddir og seldir á tímabilinu september 2005 til desember 2006.
Þetta á ekki við alla spila af þessari gerð einsog kom fram í einum fjölmiðli.

Framleiðandinn ráðleggur öllum að hætta notkun á iPod nano fyrstu kynslóð og að viðkomandi setji sig í samband við þjónustuaðila Epli.is á Íslandi til að fá úr því skorið hvort spilarinn falli undir ofangreint.

Spilarinn mun vera sendur til Apple sem að lokinni athugun sendir annan spilara til útskipta. Allt að 6 vikur geta liðið þar til útskiptispilari berst frá Apple.

Kv.
Epli.is

 

Á epli.is/innkollun getur þú fyllt út lítið rafrænt form til að kanna hvort þinn spilari falli undir þetta.

Avatar photo
Author

Write A Comment