fbpx


freedom.jpg

Windows/Mac: Ef StayFocusd viðbótin uppfyllir ekki þarfir þínar (eða þú ert ekki Chrome notandi), og þú þarft virkilega að vinna að einhverju verkefni eða læra fyrir lokaprófin, þá er Freedom lausnin fyrir þig.

Freedom er forrit sem gerir bara einn ofureinfaldan hlut: Slekkur. Á. Netinu.

Eina sem þú gerir er að stilla hversu lengi þú vilt vera frjáls undan freistingum internetsins þannig að þú getir einbeitt þér að því verkefni sem þú verður að klára. Lágmarks tími er 1 mínútu, og hámark er 6 klukkustundir. Eftir að tíminn rennur út þá færðu skilaboð um að búið sé að virkja netið á ný.

Hér má sjá smá myndband frá Farhad Moonjan, blaðamanni hjá Slate og New York Times, þar sem hann sýnir hvernig Freedom virkar.

 

Hægt er að ná í ókeypis reynsluútgáfu sem heimilar þér að nota forritið 5 sinnum, en annars kostar það $10.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment