fbpx

Apple TV 2Áður hefur verið rakið hvernig maður framkvæmir jailbreak á Apple TV og setur upp XBMC, og einnig hvernig Plex er sett upp eftir jailbreak.

Með útgáfu 4.4 fyrir Apple TV (iOS 5) þá bættust við ýmsir möguleikar í kerfinu eins og AirPlay Mirroring, sem býður upp á video speglun, þ.e. að að spegla hvaðeina sem er að gerast á iPhone 4S eða iPad 2 í sjónvarpinu (áður takmarkað við myndir, myndbönd og tónlist). Önnur helsta nýjungin er Photo Stream, sem gerir notendum iOS 5 tækja kleift að skoða myndir sem teknar eru á tækjunum þar sem þær eru vistaðar í iCloud.

UPPFÆRT 2.jan 2012: Nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 4.4.4. Fylgið leiðarvísi síðunnar um hvernig maður framkvæmir untethered jailbreak frekar en þessum

 

Jailbreak er komið fyrir Apple TV með útgáfu 4.4.4 en gallinn er sá að það er einungis svokallað tethered jailbreak.

Munurinn á tethered og untethered jailbreak?
Munurinn er sá að þegar um tethered jailbreak er að ræða, þá þarf að tengja Apple TV við tölvu, setja það í DFU mode og ræsa það með hjálp Seas0nPass til að ræsa Apple TV. Þetta er heldur hvimleitt ef maður vill slökkva á því, eða maður er t.d. bara með borðtölvu. Með untethered jailbreak þá er maður laus við allt slíkt vesen. Maður þarf bara að framkvæma jailbreak einu sinni, og þá helst það, sama hversu oft maður tekur

Til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 4.4.4. þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Skref 1: Náðu í svokallaða .IPSW skrá fyrir 4.4.4. (inniheldur nýju uppfærsluna fyrir Apple TV). Nærð í hana hér. Vistaðu hana á hentugum stað, t.d. á Desktop eða einhverjum álíka stað.

Skref 2: Náðu í nýjustu útgáfuna af Seas0nPass. (Windows útgáfa) – (Mac útgáfa)

Skref 3: Opnaðu Seas0nPass. Eftir að Seas0nPass er komið þá skaltu halda Option (Mac) eða Shift (PC) inni og smella á Create IPSW hnappinn, og þar skaltu velja IPSW skránna úr skrefi 2.

Skref 4: Þegar Seas0nPass hefur búið til IPSW skrá, þá biður forritið þig um að tengja Apple TV við tölvuna með micro-USB kapli og setja það í DFU Mode.

Skref 5: Eftir að Restore hefur klárast í iTunes, þá þarftu að tengja Apple TV við sjónvarp. Einnig er nauðsynlegt að fara með tölvuna að sjónvarpinu til að framkvæma áðurnefnt tethered boot. Það gerirðu einnig í Seas0nPass.

Að neðan má sjá myndband sem fer myndrænt í gegnum skrefin

Avatar photo
Author

3 Comments

  1. Garðar Kristjánsson Reply

    Er hægt að setja inn XMBC eins og var gert í 4.3?

    • Já, en bara þessar svokölluðu næturuppfærslur (e. nightly builds). Upphaflegi leiðarvísirinn fer út í hvernig það er gert. 

      Með því að notast við næturuppfærslurnar þá færðu núna XBMC 11.0 Beta 1 sem er ný útgáfa, og á (a.m.k. þegar fram líða stundir) að henta betur fyrir Apple TV heldur en 10.x útgáfurnar.

  2. eg tekur niður sesonpass unzip en þegar tvismella opnast ekki (windows vista service pack 2)
    hjalp…

Write A Comment