fbpx

Ef þú átt ekki Mac tölvu eða Apple TV sem þú getur notað til að senda tónlist, myndir eða myndbönd yfir úr iPhone símanum, iPadinum eða iPod touch tækinu þínu, þá geturðu nú spilað tónlist eða myndbönd á Windows tölvunni þinni með því að setja upp eitt lítið forrit.

Forritið sem um ræðir heitir Shairport4w, og uppsetning á forritinu er mjög einföld. Eina sem aðilar þurfa að hafa í huga er að iOS tækið sé tengt við sama WiFi og tölvan sem á að taka við efninu.

Skref 1: Náðu í forritið hérna

Skref 2: Keyrðu forritið (þú opnar forritið beint, en ferð ekki í gegnum neina uppsetningu á því).

Skref 3: Búðu til nafn á tölvunni í Shairport4w sem þú sérð þegar þú reynir að senda efni yfir úr iOS tækinu þínu með AirPlay.

Skref 4: Ræstu iTunes. Nafnið sem þú bjóst til í skrefi 3 sést nú í AirPlay valmyndinni neðst í hægra horninu. Veldu það og þá er allt komið.

Avatar photo
Author

Write A Comment