fbpx

iMessageÞeir sem hafa fylgst með hérna á Einstein hafa kannski verið varir við fréttir sem við höfum flutt af áhrifum iMessage á tekjur fyrirtækja, auk annarra frétta.

Sumir eru jafnvel minnugir þess þegar þeir keyptu sér iPhone síma, sendu ósköp venjuleg skilaboð til vinar síns og fá þá til baka hamingjuóskir með nýja símann. „Hvernig í ósköpunum vissi hann að ég væri með iPhone? Ég hef ekki sagt neinum frá því“ hugsa margir.

Hér á eftir munum við fara aðeins út í það hvað iMessage er nákvæmlega.

Hvað er iMessage?

iMessage er ein af helstu nýjungunum sem fylgdi iOS 5 stýrikerfinu frá Apple sem kom fyrir ári síðan. Þessi nýjung gerir notendum kleift að senda skilaboð sín á með yfir vefþjón Apple án endurgjalds, þannig að með iMessage þá reiðir notandinn sig á gagnanet símans eða þráðlausu staðarneti (e. Wi-Fi). Af því leiðir, að með iMessage geturðu minnkað símreikninginn þinn talsvert (eins og eftirfarandi rannsókn leiddi ljós)

Það sem meira er, þá geturðu stillt iOS tækin þín saman, þannig að skilaboðin birtist alls staðar ef þú átt t.d. iPhone og iPad eða Apple tölvu með Mountain Lion stýrikerfinu.

Hvernig veit ég hvort ég sé að senda iMessage eða ekki?

Ef þú ert með iOS 5 eða iOS 6 uppsett á iPhone símanum þínum, þá er ferlið ekki svo flókið að þú þurfir að fara í sérstakt forrit eða eitthvað slíkt til að senda iMessage skilaboð. Þú ferð bara og skrifar SMS eins og venjulega.

Þú sérð það þegar þú byrjar að skrifa skilaboð. Munurinn á því hvort viðtakandinn sé með iMessage liggur í litnum á Send takkanum. Grænn send takki = SMS. Blár send takki = iMessage.

iMessage vs SMS
Þegar viðtakandinn er ekki með iMessage þá stendur „Text message“ í innsláttarglugganum auk þess sem Send takkinn er grænn. Ef viðtakandinn er með iMessage, þá er Send takkinn blár.

 

Ég vil stilla saman iMessage þannig að skilaboðin birtast bæði á iPad og iPhone

iMessage - iPhone og iPad

Til þess að gera það þá skaltu grípa iPhone símann þinn og fara í Settings > Messages og vera viss um að iMessage sé stillt á ON. Síðan smellirðu á Receive At hnappinn og þar aftur á Caller ID. Þegar þú kemur í þann skjá þá muntu eflaust sjá tvo valkosti, þ.e. annars vegar símanúmerið þitt og Apple ID netfangið þitt.

Breyttu þessu í netfangið þitt, því annars muntu bara sjá sum iMessage skilaboð í iPadinum en önnur einnig í iPhone.

Read Receipts. Vil ég hafa það ON eða OFF?

iMessage - Read receipts

Það veltur allt á einu. Ef þú hefur þetta stillt á ON, þá mun móttakandinn sjá þegar þú hefur lesið skilaboðin hans, en að öðrum kosti mun hann einungis sjá að skilaboðin bárust þér (þá mun standa Delivered en ekki Read).

Móttakandinn er með iMessage en ég veit að hann er ekki í netsambandi

Þá spyrja margir sig hvort að þeir þurfi að slökkva á iMessage til að senda skilaboðin. Ekki er þörf á því.

Í Settings > Messages er hægt að hafa símann stilltan þannig að hann sendi skilaboðin sem SMS ef iMessage virkar ekki (t.d. ef maður er ekki í netsambandi). Þetta getur verið hentugt, nema ef maður er að senda iMessage skilaboð milli landa, því þá getur maður verið að senda stöku sms á u.þ.b. 100 krónur í staðinn fyrir 0 krónur. (Þessi valmöguleiki er skiljanlega bara í boði á iPhone, en ekki iPad eða iPod touch).

iMessage - senda sem SMS

Get ég sent myndir með iMessage?

Já. Hægt er að senda myndir, myndbönd og GIF myndir (ef þú gerir Copy beint úr Safari) í gegnum iMessage. Við vörum þó við því að senda mikið af slíkum skilaboðum yfir 3G netið nema þú sért með mikið gagnamagn.

Fæ ég iMessage skilaboð þegar ég er í útlöndum?

Já, en eingöngu ef þú ert með Data Roaming stillt á On. Annars mun síminn ekki taka við neinum iMessage skilaboðum nema þú tengist þráðlausu neti.

Avatar photo
Author

Write A Comment