fbpx

Tímaþjófar

Flestir þekkja þann vanda að ætla bara „aðeins kíkja á Facebook…bara 5 mín.“ Svo er klukkustund liðin og þú ert ennþá á skemmtilegri síðu sem einhver Facebook vinur linkaði á.

Ef þú vilt frá hjálp að utan til að halda þig frá Facebook, einum leik af Bubbles eða einhverju öðru sem truflar, þá gætu þessi forrit  aðstoðað þig.

FreedomFyrsta forritið á listanum er Freedom, sem við höfum áður fjallað um. Freedom er forrit sem er til bæði á Mac og PC og einfaldlega slekkur á netinu eins og það leggur sig í ákveðinn tíma. Hægt er að ná í prufuútgáfu sem virkar í 5 skipti en annars kostar forritið $10.

StayFocusd fyrir Chrome

StayFocusd er ekki forrit, heldur viðbót fyrir Chrome, og virkar þar af leiðandi á öllum Chrome vöfrum, þar sem þú ákveður hversu miklum tíma þú vilt verja á helstu síðunum sem þú ert á. (Sjá fyrri umfjöllun um StayFocusd).

Self Control - MacSelf Control er ókeypis forrit fyrir Mac sem hefur tvo kosti, leyfa eða banna valdar síður, í ákveðinn tíma. Fínt ef þú þarft að nota einhvern vef í verkefni, eða vilt bara loka fyrir t.d. Facebook. Self Control er ákveðin kjarnorkulausn, því ekki er hægt að virkja aðgang með því að endurræsa tölvuna (eins og tilfellið er með Freedom).

Self-Control [Heimasíða forritsins]

LeechBlock LeechBlock er líkt og StayFocusd, ekki eiginlegt forrit, heldur viðbót (e. add-on) fyrir vafra. Munurinn er sá að LeechBlock virkar á Firefox. Með LeechBlock geturðu valið hvað þú vilt loka á, hvenær (t.d. bara milli 08-22) og hvað þú vilt að birtist þegar þú reynir að komast inn á lokaða síðu.

LeechBlock [Firefox Addons]

 

Avatar photo
Author

Write A Comment