fbpx

Netflix á Íslandi

Hefur þú lent í því að vera að horfa á Netflix mynd frammi í stofu og svo koma börnin fram, vilja horfa á barnaefnið og reka þig inn í herbergi til að klára kvikmyndina?

Nei, ekki við heldur, en ef slík tilvik koma upp þá ertu síður en svo illa staddur vegna þess að þú getur gripið snallsímann, spjaldtölvuna eða fartölvuna þína og haldið áfram að horfa á myndina inni í herbergi.

Netflix styður nefnilega um það bil 900 margmiðlunarspilara, sjónvörp og önnur raftæki, og það má nánast segja að ef þú átt raftæki sem á spilun myndefnis og tengingu við internet þá eru meiri líkur en minni á að Netflix veiti stuðning fyrir tækið.

Myndveitan getur veitt stuðning fyrir öll þessi kerfi, vegna þess að þeir gera 120 mismunandi eintök af hverri kvikmynd eða sjónvarpsþætti, en fyrirtækið vill að allir hljóti jafna meðferð óháð vinsældum viðkomandi tækis.

Þessi fróðleiksmoli og fleiri aðrir eru úr eftirfarandi myndbandi:

Að endingu minnum við á vinsælan leiðarvísi okkar um hvernig hægt er að nota Netflix á Íslandi.

Avatar photo
Author

Write A Comment