fbpx

Searching for Sugar Man

Kvikmyndin Searching For Sugar Man var valin besta heimildarmyndin á óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag. Á meðan gerð myndarinnar stóð lenti Malik Bendjelloul, leikstjóri myndarinnar, í martröð hvers kvikmyndagerðarmanns.

Peningurinn búinn, myndin ekki.

Malik lét það ekki stöðva sig, heldur greip það sem hendi var næst, iPhone símann, náði í forritið 8MM og kláraði að taka upp myndina. Malik greinir frá þessu í myndbandinu hér fyrir neðan, og sýnir hvaða hlutar myndarinnar voru teknir með hjálp forritsins.

8MM er forrit sem gerir manni kleift að taka upp myndband, og gefa því slettu af retro/vintage fíling. Forritið fæst í App Store og kostar $1.99.

Avatar photo
Author

Write A Comment