fbpx

Quicksilver - iTunes

Mac: Quicksilver er eitt af svokölluðum ræsiforritum (e. application launchers) fyrir Mac og gerir manni kleift að opna forrit, stjórna iTunes, framkvæma Terminal skipanir og margt fleira á svipstundu.

Forritið kom fyrst út árið 2003, en hefur verið í beta prófun síðasta áratuginn, en forritarinn Nicholas Jitikoff gerði forritið að opnum hugbúnaði (e. open source) árið 2007 þannig að grunnkóði hugbúnaðarins var aðgengilegur hverjum þeim sem vildi skoða hann og gera breytingar á forritinu. Stuttu síðar fór Jitikoff ráðinn til Google og hann fór að þróa Google Quick Search Box.

Nauðsynlegt er að vera með Snow Leopard (Mac OS X 10.6) eða nýrri útgáfu af Mac OS X til að sækja Quicksilver 1.0. Í tenglinum fyrir neðan er vísað á síðu þar sem lesendur geta kynnt sér Quicksilver betur og sótt það á tölvurnar sínar.

Avatar photo
Author

Write A Comment