fbpx

Spotify Ísland

Tvær stærstu tónlistarveitur heimsins með áskriftarmódel eru nú í boði á Íslandi, en þjónusturnar sem um ræðir eru Spotify og Rdio.

Báðar þjónusturnar njóta mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst vegna þess að þær bjóða notendum sínum upp á að vista lög og spila þau offline, þ.e. þegar notandinn er ekki nettengdur, en sá möguleiki hefur mikið að segja við val notenda á tónlistarþjónustum.

Spotify kynntu í gær  í gær að tónlistarunnendur á Íslandi auk 6 annarra landa (þ.e. Mexíkó, Hong Kong, Singapúr, Eistland, Lettland og Litháen) geti nú nýtt sér þjónustu þeirra.

Samkvæmt vefmiðlinum The Verge þá er talið að áskriftaverðið muni vera minna á einhverjum þessara markaðssvæða með tilliti til kaupmáttar viðkomandi ríkja. Það virðist þó ekki vera tilfellið hjá okkur Íslendingum, en Spotify Unlimited kostar 4,99 evrur/mán og Spotify Premium 9,99 evrur/mán, en vestanhafs kosta þessar þjónustur 4,99 og 9,99 dollara/mán.

Á myndinni fyrir neðan má sjá hver munurinn er á þjónustu Spotify eftir því hvort maður er með Spotify Free, Spotify Unlimited eða Spotify Premium.

Spotify verð

Í stuttu máli þá er munurinn þessi:

  • Spotify Free: Ótakmörkuð spilun á tölvum með augýsingum. Hljómgæði laga 160kbps (160 kílóbit per sekúndu).
  • Spotify Unlimited: Engar auglýsingar. Lög spiluð í betri hljómgæðum eða 320 kbps (320 kílóbit per sekúndu). Kostar 4,99 evrur á mánuði eða u.þ.b. 800 krónur miðað við núverandi kreditkortagengi.
  • Spotify Premium: Möguleiki til að nota Spotify á snjalltækjum, og vista lög af lagalistum svo hægt sé að spila þau „offline“, þ.e. óháð því hvort nettenging sé til staðar. Kostar 9,99 evrur á mánuði eða u.þ.b. 1600 krónur miðað við núverandi kreditkortagengi.

Spotify kom á markað haustið 2008, og er með 24 milljón virka notendur. Fjórðungur þeirra greiðir fyrir þjónustuna með annaðhvort Unlimited eða Premium áskriftarleiðinni.

Spotify: Windows útgáfa | Mac útgáfa | iOS útgáfa | Android útgáfa | Windows Phone útgáfa

Nú leggst maður bara á bæn og vonar að Netflix komi næst, en þangað til er hægt að fylgja leiðarvísinum okkar til að nota Netflix á Íslandi.

Avatar photo
Author

5 Comments

  1. Er þetta ekki samt erlent niðurhal? Þeir eru bara komnir með rétt til að selja aðgang hér en tónlistin er væntanlega ekki geymd á innlendum server. Getur einhver svarað þessu?

    • Jú það má leiða sterkar líkur að því að þetta sé allt erlent niðurhal.

      Með Spotify Free þá er hver mínúta af hlustun rúmlega 1MB, þannig að ef maður hlustar á Spotify í eina klukkustund á dag, þá er það u.þ.b. 1,75GB af erlendu niðurhali á mánuði.

      • Takk fyrir þetta. Ég keypti strax premium, þetta er svo flott, þannig að þetta á eftir að vera eitthvað sem ég þarf að fylgjast með.

    • Spotify desktop client er með P2P kerfi byggt í sig svo þegar þú reynir að spila lag, client fyrst reynir að sækja lag frá oðrum Spotify notendum í kringum sig. Ef það finnst ekki þá sækir client lag beint frá okkar „storage“ kerfi.

  2. getur einhver hjálpað mér? er með netflix í gegnum dns og nú get ég ekki notað spotify eftir 14 daga trial því það segir að landið sem ég er í match-i ekki prófílinn minn. Einhver?

Write A Comment