fbpx

RedSn0w - logoiPhone Dev-Team hefur sent frá sér nýja útgáfu af RedSn0w, sem gerir notendum kleift að framkvæma jailbreak á tækjum sínum og auka þannig möguleika tækjanna. Redsn0w 0.9.15b3 kemur með stuðningi fyrir iOS 6.1.3

Jailbreakið virkar fyrir tæki sem eru með A4 örgjörva eða eldri, sem þýðir að ekki er hægt að framkvæma jailbreak á iPhone 4S, iPad 2 eða nýrri gerðir af iPad (sem eru með A5X og A6X örgjörva) eða iPhone 5 sem er með A6 örgjörva.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).

 

Jailbreak leiðarvísir fyrir iOS 6.0 [Redsn0w]

Skref 1: Náðu í iTunes hér. Opnaðu síðan iTunes og taktu afrit af gögnunum þínum

Skref 2: Sæktu IPSW skrá fyrir tækið þitt með iOS 6.1.3. Smelltu á gerð tækis hér til hliðar. [iPhone 4] [iPhone 3GS] ][iPod touch 4. kynslóð]

Skref 2: Ef þú ert með opinn síma (eða iPod Touch), þá geturðu uppfært í iOS 6.1.3, annaðhvort beint úr tækinu eða með hjálp iTunes.

[pl_label type=“warning“]Ath[/pl_label] Ef þú reiðir þig á aflæsingu með hjálp Ultrasn0w, þá þarftu að uppfæra í iOS 6 með sérstökum hætti, sjá neðar)

Skref 3: Náðu í Redsn0w héðan [Mac útgáfa | Windows útgáfa]

Skref 4: Opnaðu Redsn0w. Ef þú ert á Windows þá þarftu að hægri smella á forritið og velja Run in Administrator mode. Einnig þarftu að halda inni Ctrl og smella á forritið ef þú ert með Mountain Lion, og velja þar Open úr valmyndinni sem birtist þá.

Redsn0w 0.915b1 - iOS 6

Skref 6: Eftir að þú opnar RedSn0w þá skaltu smella á Extras og velja þar Select IPSW. Finndu síðan .ipsw skrána sem þú sóttir í skrefi 2.

Skref 5: Farðu nú til baka og smelltu á Jailbreak, velja Cydia og fara í DFU mode (eða DFU ham ef við viljum vera alíslensk). Forritið gefur þér þá leiðbeiningar um hvernig þú ferð í DFU mode. Þegar forritið nemur að það hafi tekist þá byrjar Redsn0w að framkvæma jailbreak á tækinu. Að því búnu þá þarftu að velja „Autoboot this device when it connects in DFU mode“, sem gefur þér möguleika á að kveikja á tækinu með hjálp Redsn0w ef þú þarft að endurræsa símann (eða rafhlaðan klárast).

Eftir skamma stund þá mun tækið endurræsa sig, og Cydia ætti að birtast á heimaskjánum þínum, sem merki um árangursríkt jailbreak.

 

Uppfærsluleiðbeiningar fyrir aðila með aflæstan/krakkaðan síma

Ef þú ert með læstan síma, þ.e. þurftir að aflæsa honum með því að jailbreaka og setja upp viðbótina UltraSn0w (einkum á iPhone 3GS) eða kaupa sérstakt aflæsingarkort (einkum Gevey SIM) þá þarftu að uppfæra símann með sérstökum hætti, þ.e. að uppfæra símann án þess að uppfæra svokallað baseband á símanum.

Þú gerir það með því að ná í IPSW skrá fyrir tækið þitt í skrefi 2, opna Redsn0w, fara í Extras og velja þar Custom IPSW.  Veldu IPSW skrána sem þú náðir í fyrir stuttu síðan, og láttu Redsn0w búa til sérsniðna IPSW skrá fyrir tækið þitt. Þegar því er lokið, þá skaltu fara aftur í Extras og velja þar Pwned DFU. Fylgdu leiðbeiningum sem birtast á skjánum og framkvæmdu svo restore í iTunes með því að halda inni Shift (Windows) eða Alt (Mac) og smella á Restore takkann. Með því að halda inni þessum takka þá leyfir iTunes þér að velja hvaða IPSW skrá er hlaðið inn á tækið þitt, í staðinn fyrir að hala sjálfgefinni skrá beint af vefþjón Apple og setja upp á tækinu þínu.

Avatar photo
Author

Write A Comment