fbpx

Tim Cook - iPhone 5S

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynnti í gær tvo nýja iPhone síma á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Cupertino, Kaliforníu.

Fyrri síminn sem fyrirtækið kynnti er iPhone 5S og verður flaggskip fyrirtækisins á farsímamarkaði. Hinn síminn heitir iPhone 5C, þar sem C-ið stendur fyrir color (eða litur), og verður fáanlegur í mörgum litum.

iPhone 5C

iPhone 5S kemur með A7 64-bita örgjörva (fyrsti sinnar tegundar á snjallsíma). Myndavélin á iPhone 5S hefur líka verið betrumbætt og kemur nú m.a. með nýrri linsu hannaðri af Apple. Þá greindi Apple frá því að 100 lönd og 270 símafyrirtæki muni fá opinberan stuðning frá fyrirtækinu áður en árið er liðið, og það verður spennandi að sjá hvort Ísland er þar á meðal.

iPhone 5C er í raun með allt innvolsið úr iPhone 5, nema að síminn verður fáanlegur í ansi skemmtilegum litum (sjá mynd hér að ofan).

Báðir símarnir koma á markað 20. september næstkomandi, tveimur dögum eftir að iOS 7 kemur út.

Avatar photo
Author

3 Comments

  1. þetta með 5c er ekki rétt. hann er með A6 örgjafa þannig að hann er ekki 64bita og ekki með nýja flassið. hann er ekki heldur með nýja home takkann, ekki með burst mode í myndavélinni, ekki slow-mo í video upptöku, í raun allar nýjungarnar. hann er bara fimma í nýju útliti 🙂

    • æj sorry las 5s en ekki 5 eins og þið segið.
      haha 😉 svona getur maður verið fljótur á sér.

  2. Vitiði hvernig maður myndi kaupa sér iPhone 5s í Bandaríkjunum fyrir notkun á Íslandi núna? Hvað heitir týpan og er það alveg hægt? Svona upp á að nota 4G og svona. 🙂

Write A Comment