fbpx

Viber útgáfa 4.0

Samskiptaforritið Viber fékk gríðarlega stóra uppfærslu í fyrradag þegar Viber 4.0 kom út í bæði App Store og Google Play.

Með uppfærslunni mun þetta kýpverska sprotafyrirtæki loks skapa sér einhverjar tekjur, og væntanlega gleðja fjárfesta sína sem hafa lagt félaginu lið í gegnum tíðina.

Helstu nýjungarnar í Viber 4.0 eru möguleikar á nýjum brosköllum, sem notendur geta keypt í svokölluðu límmiðamarkaði (e. sticker market). Einnig geta notendur keypt sér Viber Out inneign í forritinu til að hringja í heimasíma og farsíma út um allan heim sama hvort móttakandinn noti Viber eður ei.

Viber merki
Viber, sem er með yfir 200 milljón notendur á heimsvísu, ákvað að flýta útgáfu forritsins eftir að fellibylurinn Haiyan reið yfir Filippseyjar síðasta föstudag, þar sem forritið er mjög vinsælt, og því er Viber Out gjaldfrjáls í bili fyrir Filippseyinga.

Viber er ókeypis og er til fyrir ýmis stýrikerfi, en nýjasta útgáfan er bara komin á iOS og Android.

Avatar photo
Author

Write A Comment