fbpx

Fölsk Microsoft tilkynning

Microsoft á Íslandi hefur borist fjölmargar tilkynningar um að óprúttnir einstaklingar hafi sent fólki tölvupóst þar sem því er tilkynnt að það hafi unnið til verðlauna. Pósturinn er látinn líta út fyrir að vera frá Microsoft í Bretlandi, og viðtakandinn hvattur til að halda fréttunum leyndum þangað til hann sé greiddur út.

Verðlaunin eru sögð vera 850.000 pund, eða um 165 milljónir króna, auk glænýrrar fartölvu og er beðið um ýmsar persónuupplýsingar til að hægt sé að afhenda verðlaunin.

Vitanlega er ekki um neinn vinning að ræða heldur eru um svikahrappa að ræða sem reyna að nýta sér nafn Microsoft til að vinna sér inn traust einstaklinga. Microsoft á Íslandi vill benda þeim sem hafa fengið slíkan póst að svara honum ekki og alls ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar, eins og t.d. netfang.

Tölvupóstur með þessum skilaboðum kemur ekki frá Microsoft enda stendur fyrirtækið ekki fyrir neinu happdrætti og hefur að jafnaði ekki samband við fólk nema þess hafi verið óskað að fyrra bragði.

Annars er það í fréttum að við hjá Einstein.is höfum dregið í litla Netflix og playmoTV leiknum sem var í gangi síðustu 30 daga, og hann var sko aldeilis ekkert gabb.

Avatar photo
Author

Write A Comment