fbpx

Airport Extreme

Frá því leiðarvísir okkar um hvernig maður notar Airport Extreme með ljósleiðara var birtur þá hefur hann verið lesinn tæplega fimm þúsund sinnum, sem sýnir að áhugi Íslendinga á þessum öfluga tæki er meiri en marga hefði grunað.

Leiðarvísirinn fagnaði tveggja ára afmæli sínu nýverið, og því fannst okkur tímabært að búa til nýjan leiðarvísi, sem miðast við uppsetningu með Airport Utility 6.x.

Ath Við mælum með að þú fylgir leiðarvísinum að degi til, því því þú þarft helst að hafa samband við fjarskiptafyrirtækið þitt og biðja starfsmann um að bæta MAC addressu tækisins við ljósleiðaraboxið þitt.

Skref 1

Byrjaðu á því að tengja Airport Extreme tækið við boxið frá Gagnaveitunni (eða þeim aðila sem þjónustar ljósleiðarann hjá þér). Mikilvægt er að setja Ethernet kapalinn í neðsta portið á Airport Extreme, til þess að þú getir notað hann sem eiginlegan beini (e. router). Tengdu tækið einnig við rafmagn og haldu áfram.

Skref 2

Nú skaltu ræsa Airport Utility á tölvunni þinni. Ef þú átt Mac tölvu þá nægir að fara í Applications (eða Spotlight) og finna forritið. Windows notendur geta sótt forritið Airport Utility 5.6.1 hér og fylgt gamla leiðarvísinum.

Skref 3

Airport Utility byrjar að leita að Airport Extreme tækjum sem hafa verið uppsett nálægt þér. Það mun líklegast ekki finna neitt, en uppi í vinstra horni gluggans muntu eflaust sjá Other Wi-Fi Devices (sjá mynd). Ef þú smellir á þann hnapp þá ættirðu að sjá tækið þitt undir liðnum New AirPort Base Stations. Smelltu á Airport Extreme tækið þitt og haltu áfram.

Airport Extreme - Skref 1

Þegar þú smellir á Airport Extreme tækið þá mun Airport Utility reyna að finna upplýsingar sem tengjast tækinu, eins og eftirfarandi mynd sýnir. Þegar það er búið að rúlla þá gefst þér kostur á að nefna annars vegar Airport Extreme tækið sjálft, og þráðlausa staðarnetið (Wi-Fi) hins vegar.

Airport Extreme - Skref 2

Skref 4

Í þessum glugga vill Apple að þú slökkvir á DSL eða mótaldi sem Airport Extreme tengist, þannig að prófaðu að slökkva á ljósleiðaraboxinu, þ.e. taka það úr sambandi, bíða í u.þ.b. 20 sekúndur og setja það svo aftur í samband. Eftir að þú kveikir aftur á boxinu skaltu bíða aðrar 20 sekúndur og ýttu svo á Next.

Airport Extreme - Skref 3

Skref 5

Þessi gluggi hefur enga þýðingu, þannig að þú ræður hvað þú hakar við hérna.

Airport Extreme - Skref 4

Þegar þú ýtir á Next þá mun Airport Extreme búa til þráðlaust staðarnet (Wi-Fi) fyrir þig, sbr. eftirfarandi mynd, og síðan muntu vafalaust sjá Setup Complete eftir skamma stund.

Airport Extreme - Skref 5

Skref 5

Nú ertu búin/búinn að búa til nýtt þráðlaust staðarnet (Wi-Fi), en björninn er samt ekki unninn. Í Airport Utility muntu núna eflaust sjá stóran lista af Airport Extreme tækjum.

Það er af því tækið er enn í svokölluðu Bridge Mode sem við mælum ekki með og höldum því áfram.

Skref 6

Nú skaltu smella á Airport Extreme tækið þitt úr þessum lista, og þá birtist lítill gluggi með heiti tækisins (efst), þráðlausa staðarnetinu (e. network), og ýmsum öðrum upplýsingum.

Airport Extreme - Skref 6

Í þessum reit skaltu færa músina efst í gluggina og slepptu henni yfir heiti Airport Extreme tækisins (sem er Einstein á myndinni hér að ofan). Þá munu svokallaðar MAC addressur fyrir Airport Extreme tækið birtast (sjá mynd fyrir neðan), en við notum töluna úr Ethernet  til að skrá tækið hjá Gagnaveitunni, ef það gerist ekki sjálfkrafa við uppsetningu.

Airport Extreme - Skref 7

Skref 7

Þegar þú hefur skrifað niður töluna úr Ethernet þá skaltu smella á Edit takkann sem er neðar í glugganum og halda áfram.

Í Base Station flipanum þarftu í raun ekki að breyta neinu. (sjá mynd),

Airport Extreme - Skref 8

Í Internet flipanum skaltu hafa eftirfarandi stillingar:
Connect Using: DHCP (sjá mynd)

Airport Extreme - Internet

Í Wireless flipanum skaltu hafa eftirfarandi stillingar
Network Mode: Create a Wireless Network
Wireless Security: WPA2 Personal (sjá mynd)

Airport Extreme - Wireless

Í Network flipanum skaltu hafa eftirfarandi stillingar:
Router Mode DHCP and NAT (sjá mynd)

Airport Extreme - Network

Nú skaltu smella á Update niðri í hægra horninu. Þá birtast skilaboð um að beinirinn muni endurræsa sig og að þú missir netsamband í skamma stund.

Skref 7

Ef þú kemst á netið núna eftir að Airport Extreme tækið er búið að endurræsa sig þá er allt í góðu lagi. Ef ekki, lestu áfram.

Við gerð þessa leiðarvísis þá var nauðsynlegt að hafa samband við þjónustuver fjarskiptafyrirtækisins (Vodafone, Tal, Hringdu, Hringiðan o.s.frv.) og biðja starfsmann fyrirtækisins um að bæta MAC addressu Airport Extreme tækisins (sem þú skráðir niður í skrefi 6) við ljósleiðaraboxið þitt. Að því búnu endurræsti starfsmaður fjarskiptafyrirtækisins ljósleiðaraboxið og netsambandi var komið á.

 

14 Comments

  1. Hvernig er með sjónvarp í gegnum ljósleiðara? Er myndlykillinn bara tengdur í eitthvað port á Airportinu?

  2. En ætli sé hægt að nota Airport Express sem repeater við routerinn sem kemur frá þessum fyrirtækjum?

    • Nei, það er ekki hægt nema þú sért með Airport Express snúrutengt við routerinn frá fjarskiptafyrirtækinu þínu (og þá er það ekki repeater).

      Það er einungis hægt að nota Express sem repeater/booster ef aðalbeinirinn er einnig frá Apple, þ.e. Airport Extreme/Express eða Time Capsule.

  3. Auðunn Valsson Reply

    Ég fór eftir þessum leiðarvísi og allt gekk upp. Feginn að vera laus við routerinn frá Voda. Eitt er samt að bögga mig. Nettengingin rofnar á iMac eftir sleep mode og það tekur 5-7 sekundur fyrir netið að detta inn aftur. Pirrandi. Er ekki eitthvað sem ég hef gert rangt?

    • Gaman að heyra að allt gekk upp. Þetta með rofnun á tengingu eftir að tölvan vaknar úr svefni er böggur í Mac OS X Mavericks, sem ég reikna með að þú sért með uppsett á tölvunni.

      Apple bætti þetta aðeins með uppfærslu á stýrikerfinu, en þetta mætti vera betra.

      • Auðunn Valsson Reply

        Sæll. Gildir þessi leiðavísir einnig fyrir Ljósnet Símans? Er fluttur í Úlfarsárdalinn þar sem aðeins Síminn er með internetþjónustu enn sem komið er. Setti þetta upp eins og ég gerði áður með ljósleiðarann hjá Gagnaveitunni. Hringdi síðan í Símann til að gefa upp Mac-Adressu en þeir kannast ekki við það. Segja að þetta sé ekki mögulegt og ég verði að notast við Beini frá þeim. Sé á facebook hóp hverfisins að fleiri eru sð notast við AE sem Router fyrir ljósnetið. Þannig að þetta hlýtur að ganga.

        • Nei, hann gildir ekki fyrir hann. Ljósnet Símans er xDSL tenging, og Airport Extreme er svokallaður „Broadband router“.

          Það er hægt að nota routerinn á ljósnetinu, en þá þarftu að tengja hann við leigurouterinn sem þú færð frá Símanum, og stilla Router Mode tækisins á Bridge Mode í skrefi 6 (en ekki DHCP and NAT). Routerinn frá Símanum sér þá um að úthluta IP tölum og því á tölvur og tæki heimilisins, en Airport Extreme nýtist af því það er með sterkara merki, og aðra þægilega möguleika.

  4. Virkar að nota airport express sem router frá gagnaveitunni eða getur bara extreme virkað sem router?

    • Ég veit ekki betur. Ég myndi samt spyrja til öryggis í Epli eða hjá öðrum endursöluaðila.

  5. Inga Hjaltadóttir Reply

    Setti upp skv þessu og mac adress skráð en kemur upp villa – double NAT – this airport station has a private IP address on its Ethernet wan port. It is connected to a device or network that is using NAT to provide private IP addresses. Change your AirPort base station to bridge mode

    Ef geri það koma upp ógrynni tækja og er engu að síður ekki tengd

    • Við höfum fengið þessa villu líka. Það sem leysti vandann í því tilviki var að ýta og halda inni „reset“ takkanum á tækinu í einhverjar 20-25 sek, þannig að maður núllstillir tækið, og byrja aftur.

      Þá virkaði það.

  6. Virkaði vel eftir að ég fékk Vodafone til að bæta MAC addressunni við ljósleiðaraboxið (Airport Time Capsule). Eini gallinn var að routerinn ætlaði ekki að hleypa neinu út á netið, örugglega þetta double NAT vesen þó að ég fengi aldrei villu. Reset á routerenum nægði til að opna fyrir það. Takk !

Write A Comment