fbpx

Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu sem er nú komið í útgáfu 7.1.1.

Uppfærslan er heldur lítil þar sem lagfærði Apple nokkrar villur. Það sem notendur munu helst taka eftir eru betrumbætur á Touch ID, sem eigendur nýrra iOS tækja geta notað til auðkenna sig með fingrafari.

Uppfærslan er í kringum 19 MB að stærð, og er eins og venjulega fáanleg með því að fara í Settings > General > Software Update.

Þetta er að öllum líkindum síðasta uppfærslan á iOS 7, en í næsta mánuði mun Apple halda hina árlegu WWDC (Worldwide Developers Conference) ráðstefnu sína, þar sem fyrirtækið vafalaust kynna iOS 8.

Við mælum eindregið með því að allir uppfæri í nýjustu útgáfu stýrikerfisins, en um leið bendum við þeim sem hafa framkvæmt jailbreak á tækjum sínum, að þeir geta ekki uppfært beint úr tækjum sínum, og eins að með uppfærslu þá er tækið ekki lengur jailbreak-að.

Write A Comment