fbpx

Finnst þér hljóðið leiðinlegt þegar þú ert að hækka/lækka í Mac? Viltu geta skipt yfir á Desktop þegar þú vistar skrá? Lestu meira til að fá þessi ráð og fleiri til viðbótar

1. Breyttu hljóðstyrknum án þess að „smellirnir“ heyrist með því að halda inni Shift og ýta síðan á Hækka/Lækka takkana í efstu röðinni á lyklaborðinu. Þú getur einnig haldið inni Option+Shift ef þú vilt hækka/lækka minna í einu.

2. Ef þú ert að vista skrá og færð upp þennan hefðbundna Save as glugga, ýttu þá á Cmd+D og þá breytist staðsetningin yfir í Desktop.

3. Smelltu á Control+Shift+Eject til að svæfa skjáinn samstundis. Getur verið þægilegt ef þú ert að spila efni af tölvuni á Apple TV eða eitthvað álíkt og vilt ekki að birtan af skjánum trufli.

4. Notaðu Spotlight sem reiknivél. Byrjaðu á því að læra flýtivísunina Cmd+Space til að fá upp Spotlight og prófaðu að reikna snöggvast eitthvað einfalt reikningsdæmi.

5. Haltu Ctrl inni og skrunaðu upp eða niður á mús eða snertifleti (e. trackpad) ef þú vilt þysja inn (e. zoom in) og stækka eitthvað á skjánum þínum.

Bónus: Haltu inni Shift og minnkaðu (e. minimize) gluggann til að hann fari niður í Dock á snigilshraða (engin hagnýt notkun hér, bara skemmtilegt að prófa)

Write A Comment