fbpx

iOS/Android: Ef þú notar Facebook forritið mikið, þá er líkur á að þú séð þessi skilaboð nýverið á skjánum þínum. Þessi tilkynning kemur vegna þess að bráðum verður ekki hægt að senda skilaboð á Facebook, nema í gegnum forritið Facebook Messenger.

Breytingarnar koma sumum á óvart, einkum þeim sem voru hrifnir af Facebook Home viðmótinu sem var kynnt fyrir einungis 15 mánuðum.

Eftir uppsetningu á Facebook Messenger, þá breytist Messages hnappurinn yfir í tengil sem flyttur notandann á milli forrita, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Facebook segir að þessi ákvörðun komi vegna þess að einstaklingar sem noti Facebook Messenger séu fljótari að svara heldur en þeir sem noti opinbera Facebook forritið, og sendi eftirfarandi tilkynningu til bandaríska vefmiðilsins TechCrunch, þegar blaðamenn leituðu svara vegna þessara breytinga:

In the next few days, we’re continuing to notify more people that if they want to send and receive Facebook messages, they’ll need to download the Messenger app. As we’ve said, our goal is to focus development efforts on making Messenger the best mobile messaging experience possible and avoid the confusion of having separate Facebook mobile messaging experiences. Messenger is used by more than 200 million people every month, and we’ll keep working to make it an even more engaging way to connect with people.

Write A Comment