fbpx

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur boðað til blaðamannafundar 9. september næstkomandi.

Apple hefur ekki staðfest hvort ný kynslóð af iPhone símanum verði kynnt á fundinum, en þessi kynning verður 364 dögum frá því að iPhone 5S og 5C voru kynntir, og því eru allar líkur á því að fyrirtækið muni svipta hulunni iPhone 6.

Líklegt þykir að síminn verði með 4,7 tommu skjá, sem er nokkru stærra en 4 tommu skjárinn á iPhone 5, 5S og 5C.

Apple hefur pantað 70-80 milljón eintök af símanum frá framleiðsluverksmiðjum sínum, þannig að fyrirtækið gerir greinilega ráð fyrir því að síminn muni falla í kramið hjá neytendum víða um heim.

Write A Comment