fbpx

iPhone viðburður Apple hefst kl. 17 í dag. Tim Cook setur væntanlega fundinn, auk þess sem að Phil Schiller, markaðsstjóri fyrirtækisins og Craig Fedrighi munu stíga á svið og kynna nýjustu afurðir fyrirtækisins.

Á viðburðinum mun Apple kynna nýjan iPhone (jafnvel tvo) og hugsanlega snjallúr.

Hvernig get ég horft á viðburðinn?

Ef þú átt Apple TV og ert með nýjustu stýrikerfisuppfærslu á tækinu þínu, þá geturðu fylgst með viðburðinum í beinni útsendingu á „Apple Events“ forritinu, sbr. myndin hér fyrir neðan.

Ef þú átt ekki Apple TV þá geturðu horft á viðburðinn með því að fara á apple.com/live, á iOS eða Safari á Mac*. Windows notendur eru því miður úti í kuldanum.

* Lágmarkskröfur eru Safari 5.1.10 á OS X 10.6.8 eða nýrra stýrikerfi, og Safari á iOS 6.

Write A Comment