fbpx

Apple Pay var meðal nýjunga sem Apple kynnti á viðburði sínum í síðustu viku. Bandaríska greiðsluþjónustan PayPal keypti í kjölfar tilkynningarinnar heilsíðuauglýsingu í New York Times þar sem fyrirtækið beinir athyglinni að nýlegu innbroti á iCloud reikninga nokkurra Hollywood stjarna.

Það er ljóst að ef Apple Pay nær vinsældum, þá notar fólk PayPal í minna mæli, og því hefur PayPal nokkra hagsmuni af því að Apple Pay hljóti ekki náð almennings.

Styðja, en gagnrýna þjónustuna

Það sem er athugavert við þetta, er að PayPal hefur lagt mikið upp úr því að segja að dótturfyrirtæki þess, greiðslugáttin Braintree, muni styðja Apple Pay þrátt fyrir að Apple hafi hvorki minnst á PayPal né Braintree þegar það taldi upp greiðsluþjónustur sem það mælir með.

Á sama tíma minnir PayPal notendur á að það hafi tekið við milljörðum greiðslna, og að Apple hafi ekki nógu mikla reynslu í greiðslubransanum, ef svo má að orði komast.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna.

Apple Pay - PayPal auglýsing

Write A Comment