fbpx

Þegar þú uppfærir iPhone eða iPad tækið þitt í iOS 8, þá skaltu ekki uppfæra yfir í iCloud Drive. Að minnsta kosti ekki í bili.

iCloud Drive er sniðug lausn, nema hvað að hún mun ekki virka fyrr en Mac OS X Yosemite kemur út, og virkar ekki með tækjum sem keyra Mac OS X Mavericks eða iOS 7, og orsakað einhvern rugling.

Breska hugbúnaðarfyrirtækið Realmac Software gerði þessa litlu skýringarmynd, sem sýnir með einföldum hætti hvort þér sé óhætt að virkja iCloud Drive eða ekki.

Hvað er ég er búin/n að uppfæra?

Ef þú ert ekki að nota eitthvað ákveðið forrit sem geymir gögn og samstillir (e. sync) þau með iCloud á Mac og iOS, þá skiptir það ekki máli. Stór hluti iOS notenda notar eflaust ekki iCloud á neinn hátt á Mac OS X og, og fyrir þá hefur þetta enga þýðingu.

Aðalmálið er ef notendur eru með forrit sem eru samstillt yfir iCloud á Mac og iOS. Með því að virkja iCloud Drive, þá eru ekki gögnin ekki aðgengileg á Mac fyrr en Mac OS X Yosemite kemur út.

Þessi færsla var skrifuð í varúðarskyni fyrir lítinn hluta notenda sem notar iCloud í þessum tilgangi, því ef maður skiptir í iCloud Drive, þá er ekki hægt að snúa aftur, á meðan við hin getum alltaf kveikt á iCloud Drive hvenær sem er með því að fara í Settings > iCloud, smella á iCloud Drive og velja Upgrade to iCloud Drive.

Write A Comment