fbpx

Apple sendi nýja útgáfu af iOS stýrikerfinu frá sér ár hvert fyrir iPhone, iPad og iPod touch. Með iOS 7 breytti Apple notendaviðmóti stýrikerfisins í fyrsta sinn auk þess sem það kynnti til sögunnar Touch ID. Með iOS 8 kom svo stuðningur fyrir fleiri lyklaborð (halló, SwiftKey), Apple Pay, Health og margt fleira.

iOS 9 mun ekki koma með neinum slíkum sprengjum, ef marka má heimildir 9to5Mac,[1. 9to5Mac: Apple’s iOS 9 to have ‘huge’ stability and optimization focus after years of feature additions] en þær segja að Apple muni einbeita sér að því að fínpússa núverandi stýrikerfi og bæta afköst tækjanna í staðinn fyrir að beina sjónum að nýjum eiginleikum.

Apple hefur gert þetta áður, en þegar Snow Leopard stýrikerfið kom fyrir Mac tölvur fyrir 6 árum, sem var þá kynnt sem „stýrikerfi án nýjunga“.[2. Macworld: Apple’s Snow Leopard – an OS without new features]

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Hafsteinn Davíðsson Reply

    Hef heyrt að jailbreak verði mjög erfitt fyrir iOS 9 eða jafnvel ómögulegt vegna breytinga á root file’inum í stýrikerfinu, hvað hafið þið um það að segja? Stefni á að kaupa mér 6s í haust og hann mun þá væntanlega verða afgreiddur með iOS 9, hef aldrei prófað jailbreak en er svolítið forvitinn og langar að prófa en bara treysti ekki iPhone 4 sem ég er að nota í dag í það.

Write A Comment