fbpx

Fyrr í dag kynnti Apple iPhone 7, 7 Plus og Apple Watch 2 á blaðamannafundi í Bill Graham Civic Auditorium í San Francisco.

Hvað er nýtt?

Geymslupláss: Ódýrasta gerðin af iPhone 7 er með 32GB geymsluplássi, þannig að notendur þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að síminn tæmist alveg strax. Vilji notendur fá meira pláss á símann þá fæst hann einnig með 128 og 256GB.

Vatns-og rykþolinniPhone 7 er vatns- og rykþolinn, og er þetta fyrsta kynslóð af iPhone þar sem þessu er haldið fram. Vatns- og rykvörn símans er sambærileg þeirri sem er á fyrstu kynslóð Apple Watch snjallúrsins, sem Tim Cook segir sjálfur að hann taki með sér í sturtu.

LitirNú er hægt að fá símann í fimm litum, þar af tveimur svörtum litum, þ.e. black og jet black (sbr. mynd að ofan). iPhone í jet black er einungis fáanlegur með 128 og 256GB geymsluplássi.

iPhone 7 Plus

Myndavél: Myndavélin er betrumbætt ár hvert. Báðir símar koma núna með optical image stabilisation, linsu með f/1.8 ljósopi sem bætir myndatöku í lítilli birtu svo um munar. Flassið á myndavélinni er líka talsvert bjartara. iPhone 7 Plus kemur svo með tveimur linsum, wide-angle annars vegar og telephoto hins vegar, þannig að 7 Plus er með 2x optical zoom.

HljóðSímarnir koma nú með víðóma (e. stereo) hátölurum, sem eru tvöfalt háværari en iPhone 6s á hæsta styrk, sem ætti að gleðja alla. Það sem vekur þó mesta athygli er að iPhone 7 kemur ekki með neinu heyrnartólatengi.

Með símanum fylgja Apple heyrnartól með Lightning tengi, þannig að ekki er hægt að bæði hlaða símann og hlusta á músík á sama tíma, nema  notast sé við þráðlaus heyrnartól (sem Apple kynnti líka). Þó verður hægt að nota hefðbundin heyrnartól áfram þar sem Lightning-í-Jack breytistykki fylgir með símanum, auk þess sem það verður selt í Apple búðum á $9.

Hvenær kemur hann í sölu?

Síminn kemur í sölu í tæplega þrjátíu löndum 16. september, m.a. Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð, sem eru allt vinsælir áfangastaðir íslenskra ferðalanga.

Við Íslendingar höfum venjulega þurft að bíða fram í nóvember með að geta keypt símann í íslenskri verslun á opinberu verði. Nú verður breyting á því, þar sem símarnir koma í sölu hérlendis föstudaginn 23. september næstkomandi.

Hér fyrir neðan geturðu séð kynningarmyndband Apple fyrir símann
https://www.youtube.com/watch?time_continue=48&v=Q6dsRpVyyWs