fbpx
Tag

Firefox

Browsing

Firefox 22

Firefox vafrinn frá Mozilla hefur fengið enn eina uppfærsluna, og er nú kominn í útgáfu 22. Eins og við höfum áður greint frá þá eru uppfærslur á vafranum orðnar nokkuð tíðar (svo tíðar að við greindum frá því í febrúar að Firefox 19 væri kominn út, en misstum af útgáfu Firefox 20 og Firefox 21)

Framkvæmdastjórn ESB sektaði í gær bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft um 561 milljón evra (92 milljarða króna miðað við núverandi gengi).

Fyrirtækinu var gerð þessi sekt af því það braut samkomulag sem gert var 2009, en samkvæmt því átti fyrirtækið að láta Windows notendur vita af möguleikum þeirra til að ná í aðra vafra en Internet Explorer.

ZTE Open

Fyrirtækið Mozilla kynnti stýrikerfið Firefox OS á Mobile World ráðstefnunni um helgina, en Mozilla ætti að vera flestum lesendum að góðu kunnugt vegna Firefox netvafrans.

Firefox símar munu fyrst vera seldir á ódýrari markaðssvæðum þar sem iPhone og Samsung Galaxy S3 hafa ekki náð fótfestu, en Mozilla er í samstarfi við LG, Huawei, ZTE og Alcatel um framleiðslu símtækja með Firefox stýrikerfinu.

Firefox 19

Nítjanda opinbera útgáfan af Firefox vafranum frá Firefox kemur út í dag, aðeins mánuði eftir útgáfu Firefox 18 (Firefox liðar greinilega sólgnir í aðra köku frá Microsoft).

Forritið kemur með innbyggðum stuðningi við PDF skjöl, þannig að ekki er lengur þörf á sérstökum viðbótum (e. add-ons) til að lesa þau í vafranum.

Internet Explorer - kaka

Samkeppni á netvaframarkaði er hörð. Internet Explorer, Google Chrome, Mozilla Firefox, Apple Safari og Opera eru fimm stærstu vafranir sem berjast um hituna, auk þess sem minni vafrar deila með sér einhverju broti úr prósentu.

Fyrirtækin Microsoft og Mozilla sýna samt hvort öðru mikla háttvísi í þessari samkeppni, en fyrirtækin senda hvort öðru köku, þegar nýjar stórútgáfur af vöfrum hvors fyrirtækis koma út.

XBMC logo

Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).

Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.

Mac Mountain Lion

Ef þú ert í tölvunni allan liðlangan daginn, hvort sem það er vegna vinnu eða skemmtunar þá er mun þægilegra að gera hlutina ef maður þarf ekki að nota músina.

Ef þú hefur aldrei notast við neinar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) þá skaltu halda þér fast, því þá ertu núna að fara að spara þér nokkrar mínútur daglega.

Tímaþjófar

Flestir þekkja þann vanda að ætla bara „aðeins kíkja á Facebook…bara 5 mín.“ Svo er klukkustund liðin og þú ert ennþá á skemmtilegri síðu sem einhver Facebook vinur linkaði á.

Ef þú vilt frá hjálp að utan til að halda þig frá Facebook, einum leik af Bubbles eða einhverju öðru sem truflar, þá gætu þessi forrit  aðstoðað þig.

Facebook tekur alltaf einhverjum breytingum á nokkurra mánaða fresti, notendum ýmist til ánægju eða mæðu. Meðal breytinga sem voru gerðar á þessum vinsæla samskiptamiðli var svokallað „Theater mode“ sem birtist nú alltaf þegar maður er að skoða myndir. Með Social Fixer (tengill í lok greinar) er hægt að slökkva á því, ásamt því sem hægt er að gera margar litlar breytingar, sem falla að óskum notandans.

Firefox: Ég nota Google Chrome í daglegu lífi, og er mjög sáttur með það. Fyrir utan eitt. Eitt sem ég sakna úr Firefox, og það er DownThemAll. Fyrir mér er DownThemAll viðbótin sem fær mig alltaf til að fara aftur í Firefox endrum og sinnum. DownThemAll er viðbót fyrir Firefox, sem gerir notendum kleift að nýta internettenginguna til fulls (takmarkast auðvitað annars vegar af hraða á tengingu og hraða á vefþjóni) og meira til.