fbpx
Tag

Heimilisráð

Browsing

Súkkulaðikaka

Oft langar mann í eitthvað sætt með kaffinu en lendir þá í þeirri hvimleiðu stöðu að nákvæmlega ekkert gúmmelaði er til uppi í skáp.

Einhver úrræðagóður netverji leysti úr því einn góðan veðurdag með því að henda í eina brownie sem tekur ekki nema þrjár mínútur að gera (þrjár mínútur er kannski ýkjur en við lofum að þú verðir byrjaður að neyta kökunnar innan fimm mínútna frá því þú hefst handa við gerð hennar ef þú átt öll innihaldsefnin).

Það þekkja allir, flestir… ok einhverjir það vandamál að lána vini eða ættingja geisladisk, en finna svo ekki hulstur með.  Í þeim tilfellum er oft um skrifaðan disk að ræða, eða geisladisk sem geymdur í glæsilegri Case Logic tösku eins og á myndinni að ofan.

Það vandamál er hægt að leysa með einföldum hætti, því ef þú ert með geisladisk og A4 blað, þá geturðu búið til geisladiskahulstur úr sjálfu blaðinu.

Ef þú hefur einhvern tímann lent í þeirri vandræðalegu aðstöðu að bjóða upp á vín án þess að eiga upptakara, þá geturðu notað skóinn þinn í staðinn fyrir að stinga korktappanum niður í flöskuna og hella í gegnum sigti.

Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig þetta er gert, og þú getur þá verið sannkallaður MacGyver ef þessi staða kemur upp. Myndbandið er á móðurmáli matarlistarinnar, en samt ætti það ekki að dyljast neinum hvernig þetta er framkvæmt.

Súraldinsneið í vatni

Þegar maður vill fá kaldan drykk með sítrónu, þá er heldur leiðinlegt að setja bæði klaka og sítrónu í glasið ef ætlunin er að fá sér meira en tvo sopa í einu glasi. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi með því að skera annaðhvort súraldin (e. lime) eða sítrónu í litlar sneiðar og smella þeim inn í frysti. Færð þá bæði bragðbætinguna úr ávextinum, auk þess sem drykkurinn helst kaldur.