fbpx
Tag

Instagram

Browsing

InstagramSamfélagsmiðilinn Instagram hefur notið mikilla vinsælda, og fyrir skömmu greindum við frá því að 90 milljón virkir notendur væru að nota þjónustuna. Þrátt fyrir það hefur samfélagsmiðillinn þurft að þola ansi mikla gagnrýni allt frá því að Facebook keypti fyrirtækið á einn milljarð dollara fyrir tæpu ári síðan.

Þegar kynnti Instagram fyrirhugaðar breytingar á friðhelgisskilmálum sínum (sem þeir drógu svo til baka) þá loguðu netheimar. Margir flúðu Instagram og leituðu annað (t.d. yfir á Flickr.

Það vakti hörð viðbrögð notenda þegar Instagram kynnti nýja skilmála fyrir skömmu síðan (sem þeir drógu síðan til baka). Sumir færðu sig yfir á aðrar þjónustur (eins og Flickr), og aðrir hættu á Instagram.

Svo virðist sem að margir hafi ekki látið þetta á sig fá því fyrirtækið greindi nýverið frá því að Instagram væri nú með 90 milljón virka notendur, sem senda inn 40 milljón myndir daglega.

Flestir Íslendingar myndu hoppa hæð sína af gleði ef þeir fengju fá ódýran og notaðan bíl í 17 ára afmælisgjöf. Ekki er hægt að segja slíkt hið sama um unga fólkið á Rich Kids of Instagram, því það lætur varla sjá sig á götum úti nema það aki um á Lamborghini, Rolls Royce eða Bentley.

Rich Kids of Instagram er Tumblr síða sem tekur saman Instagram færslur frá ungu fólki sem á það sameiginlegt að hafa ótakmarkaðan aðgang að fjármagni. Helstu áhyggjurnar þar á bæ virðast frekar tengjast því hvort fötin sem þau klæðast séu í stíl við rauða Ferrari bílinn, og timburmenn vegna of mikillar neyslu af Cristal og Dom Perignon (kampavínstegundir báðar tvær).

Mörgum þykir ótrúlegt að blindir geti notað snertiskjásíma eins og iPhone.

Tommy Edison gerir það og gott betur, því ekki bara á hann iPhone síma sem hann notar mikið í daglegu lífi sínu, heldur tekur hann talsvert af myndum með Instagram sem hann deilir með heiminum. Spurningin sem brennur þá eflaust á vörum allra er: hvernig?

Instagram - Flickr

Vandfundinn er sá einstaklingur sem las nýja skilmála Instagram og hugsaði „já, þetta er bara ósköp eðlilegt. Ég skil þetta fullkomlega.“

Þótt forsvarsmenn Instagram rembist nú eins og rjúpa við staur að bjarga sér úr því stórslysi sem umfjöllun fjölmiðla síðustu daga hefur haft í för með sér, þá eru margir notendur þegar byrjaðir að leita á önnur mið.

Ein af þjónustunum sem er fólki ofarlega á huga er myndaþjónustan Flickr, sem nýtur vinsælda meðal notenda. Í eftirfarandi leiðarvísi ætlum við að sýna hvernig þú getur fært allar myndirnar þínar frá Instagram yfir á Flickr.

Facebook kaupir Instagram

Facebook tilkynnti í gær að það hefði keypt Instagram á einn milljarð dollara, eða tæplega 130 milljarða króna. Kevin Systrom forstjóri Instagram og Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, greindu frá kaupunum í fréttatilkynningum sem þeir sendu frá sér, hvor í sínu lagi.

Systrom sagði að þrátt fyrir kaup Facebook, þá myndi þróun Instagram halda áfram, þannig að notendur þurfa ekki að óttast það að Facebook Photos forrit eða eitthvað þvíumlíkt sé væntanlegt, með öllum helstu eiginleikum Instagram.

Hið sívinsæla myndavélaforrit Instagram, er væntanlegt á Android. Forritið hefur átt góðu gengi að fagna, en á síðasta ári var það valdi stórfyrirtækið Apple Instagram forrit ársins í App Store. Kevin Systrom, forstjóri Instagram, greindi frá þessu á SXSW (South by Southwest) hátíðinni sem stendur nú yfir.

Instagram, iOS forrit ársins skv. Apple,  gerði nokkrar breytingar á á kerfi sínu síðastliðinn föstudag, sem snúa að tengi við Facebook. Með þessum breytingum er Facebook vinum gert auðveldara að skoða og deila myndum sem koma frá Instagram á Facebook en áður, sem gæti valdið fjölgun notenda á þessari annars vinsælu þjónustu.

Fyrsta breytingin er sú að ef maður kýs að deila Instagram myndum sínum á Facebook, þá fara þær allar í sérstakt albúm „Instagram Photos“ eða mögulega „Instagram myndir“ ef maður er með Facebook á íslensku.