fbpx
Tag

Leiðarvísar

Browsing

 Hulu er ein vinsælasta afþreyingarþjónusta heims, og hefur að geyma þætti eins og The Handmaid’s Tale, Little Fires Everywhere, Seinfeld, Fargo, Atlanta og margt fleira.

Í leiðarvísinum fyrir neðan ætlum við að sýna ykkur hvernig þú getur byrjað að streyma Hulu á skömmum tíma.

Netflix - Max

Ef þú ert Netflix notandi, þá kannastu eflaust við uppástungur myndveitunnar að efni sem miðast við kvikmyndir og þætti sem þú hefur þegar horft á. Með því að horfa á meira og gefa kvikmyndum og sjónvarpsþáttum einkunn þá verða þessar uppástungur sífellt betri, sem leiðir stundum til þess að fólk uppgötvar nýja þætti og kvikmyndir.

20130328-202835.jpg

Leiðarvísir síðunnar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst birtur í maí 2011.

Við Íslendingar njótum Netflix með hjálp þjónustunnar PlaymoTV, sem kostar $4.99 á mánuði. Fyrir mánaðargjaldið getur maður ekki einungis horft á Netflix og Hulu, því PlaymoTV veitir einnig stuðning fyrir fjölmargar þjónustur til viðbótar. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna þjónustur sem eru með sérstök iPad forrit sem gera manni kleift að horfa á kvikmyndir, þætti eða hlusta á tónlist í þar til gerðum forritum.

kindle

Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.

AirPlay

AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.

Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrotspila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.

Kevin Spacey - House of Cards

Reed Hastings, forstjóri Netflix, segir að 1. febrúar næstkomandi muni marka þáttaskil í dreifingu sjónvarpsþátta. Þá mun Netflix gefa út þættina House Of Cards, með stórleikaranum Kevin Spacey í aðalhlutverki og David Fincher að leikstýra/framleiða (Fincher er best þekktur fyrir leikstjórn mynda á borð við Se7en, Fight Club og The Social Network).

Spurningin er þá sú, hvernig dreifing House of Cards verður frábrugðin öðrum sjónvarpsþáttum.