fbpx
Tag

Leiðarvísir

Browsing

Sjónvarpsrisann Home Box Office, eða HBO, þarf varla að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki, en stöðin hefur lengi verið þekkt fyrir vandaða þáttagerð, og hefur m.a. sent frá sér þættina Sex and The City, The Wire, Rome, The Sopranos ásamt mörgum öðrum gæðaseríum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan ætlum við að sýna ykkur hvernig þið getið notað HBO Nordic á Íslandi, og fengið aðgang að úrvali sjónvarpsþátta og kvikmynda fyrir hóflegt mánaðargjald.

Airport Extreme

Frá því leiðarvísir okkar um hvernig maður notar Airport Extreme með ljósleiðara var birtur þá hefur hann verið lesinn tæplega fimm þúsund sinnum, sem sýnir að áhugi Íslendinga á þessum öfluga tæki er meiri en marga hefði grunað.

Leiðarvísirinn fagnaði tveggja ára afmæli sínu nýverið, og því fannst okkur tímabært að búa til nýjan leiðarvísi, sem miðast við uppsetningu með Airport Utility 6.x.

Lengi vel var hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 2 með forritinu Seas0nPass, þar til nú. Ástæðan er sú að Apple gaf út nýja útgáfu af iOS sem sniðið er að Apple TV, og hætti í kjölfarið að votta uppsetningu á eldri útgáfum af stýrikerfinu. Mac notendur geta nú framkvæmt jailbreak á Apple TV með útgáfu 5.2.1 (Windows útgáfa er væntanleg).

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa Apple TV spilarann og halda jailbreak-inu nema spilarinn sé tengdur við við tölvu, og Seas0nPass sé notað til að kveikja á honum (velur Boot Tethered í Seas0nPass). Blessunarlega þá þarf maður ekki að gera þetta tethered boot nema örsjaldan, þar sem að spilarinn slekkur aldrei alveg á sér.

Að neðan má finna leiðarvísi til að framkvæma tethered jailbreak á Apple TV 2 með útgáfu 5.2.1: