fbpx
Tag

Shazam

Browsing

iPhoneiPhone: Við höfum áður gefið ykkur hugmyndir um 10 iPhone forrit sem gaman er að eiga, en nú ætlum við að gera gott betur og nefna 50 bestu forritin fyrir iPhone. Stundum eru forrit nefnd sem bjóða upp á sömu eða mjög svipaða eiginleika. Það er gert því mér finnst t.d. mjög þægilegt að nota Shazam, á meðan margir vinir mínir nota frekar SoundHound, en þessi forrit eru mjög svipuð að eiginleikum.

Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „There’s an app for that“ auglýsingaherferð sína fyrir tveimur árum.

Til að byrja með var úrval forrita nokkuð takmarkað, en eins og auglýsingin gefur til kynna, þá er hægt að fá forrit fyrir næstum því hvað sem er í dag á iPhone. Lítum á nokkur sem allir nýir iPhone eigendur verða að eiga.