fbpx
Tag

vefsíða vikunnar

Browsing

Vefsíða vikunnar: Hotwire

Eftir að maður hefur pantað flugfar til útlanda þá er mesti höfuðverkurinn eftir, hótelgistingin. Hótelið sem gist er á þarf helst að vera fjögurra stjörnu eða meira, nálægt helstu kennileitum og/eða verslunargötum, og kosta minna en 50 dali nóttin… já, maður má láta sig dreyma.

Hotwire reynir að hjálpa hverjum þeim sem er í þessum vanda, með því að bjóða upp á hótelgistingu á lægra verði en gengur og gerist.

Vefsíða vikunnar - Eat This Much

Langar þig að léttast um nokkur kíló? Viltu fá ábendingar um skemmtilegar (og jafnvel hollar) uppskriftir? Ertu orðinn leið/leiður á því að borða brauð með smjöri, osti og skinku fimmta daginn í röð?

Ef svarið við einhverri af ofangreindum spurningum er játandi, þá skaltu kíkja á vefsíðu vikunnar.

Wolfram Alpha

WolframAlpha er vefur sem allar forvitnar sálir ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni.

Ólíkt hefðbundnum leitarvélum líkt og Google, þá svarar WolframAlpha spurningum notenda, og þar er vefnum fátt óviðkomandi. Vefurinn getur svarað flóknum reikningdsæmum, sagt manni hvenær flóð og fjara er í Reykjavík, kannað gengi gjaldmiðla og margt fleira.

Hér fyrir neðan má sjá tvær spurningar sem lagðar voru fyrir WolframAlpha á meðan greinin var í vinnslu: