fbpx
Tag

Windows 7

Browsing

Netflix á Íslandi

Í almennum leiðarvísi okkar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, þá fá Windows notendur einungis að njóta þess hvernig Playmo er sett upp á Windows 7 stýrikerfinu. Þarna var vinsælasta stýrikerfið valið, og leiðbeiningar fyrir það settar inn.

Frá því leiðarvísirinn var fyrst birtur þá hefur okkur alltaf borist stöku bréf, sem er oftast á þá leið hvernig maður setji inn þessar stillingar fyrir önnur Windows stýrikerfi. Við leystum slíkar beiðnir bara í hverju tilviki fyrir sig (enda stöndumst við sjaldnast mátið við fáum fallegar beiðnir í gegnum fyrirspurnakerfið).

Hér koma því uppsetningarleiðbeiningar fyrir öll Windows kerfi, allt aftur í Windows XP.

XBMC EDEN Beta 2Í síðustu viku greindum við frá því hvernig Mac notendur  með Lion stýrikerfið spila efni af tölvum sínum á Apple TV með XBMC, sem með öðrum orðum er búið að jailbreaka. Ferlið fyrir Windows notendur er einfaldara en á Mac, þar sem ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað til að deila efni af Windows 7. Nú kemur einfaldur leiðarvísir sem sýnir hvernig þetta er gert.


Leikjafyrirtækið OnLive kynnti til sögunnar nýtt forrit, OnLive Desktop, á CES raftækjasýningunni sem fór fram í Las Vegas, Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. OnLive Desktop er nokkuð magnað forrit, en með því er hægt að keyra smækkaða útgáfu af Windows 7 á iPad, og það án þess að borga krónu fyrir.

Trompið í OnLive Desktop er að það gerir notendum kleift að nota Microsoft Word, PowerPoint og Excel á iPad, sem ætti að laða einhverja notendur að, sem þekkja það vinnuumhverfi betur heldur en aðra ritla sem til eru á iPad.

Windows 7: Þeir sem hafa verið með Windows stýrikerfið frá Microsoft undanfarin 10 ár eða svo kannast kannski við þá þróun að Microsoft eru farnir að setja svokallað borðaviðmót (e. ribbon interface) efst í forritin sín.

Þetta byrjaði með hinum vinsæla Office hugbúnaðarpakka, en þetta viðmót er nú komið þar (bæði á Windows og Mac).

Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).

Athugið!

Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.