Þegar iPhone 4S síminn frá Apple kom á markað í nóvember 2011, þá kynnti fyrirtækið einnig til sögunnar iTunes Match.

iTunes Match er þjónusta, sem tengist iCloud skýþjónustunni náið, en með henni geturðu geymt allt að 25.000 lög í iCloud, og  nálgast hvar og hvenær sem er.

Ef lögin eru til í iTunes Store, þá er þér heimilt að sækja þau þaðan hvenær sem er, og það hefur engin áhrif á iCloud plássið þitt. Ef þú átt svo einhverja titla sem ekki eru til í iTunes Store (t.d. marga íslenska diska) þá dregst það magn frá iCloud plássinu þínu, þannig að ef þú ert bara að nýta þér iCloud sem ókeypis þjónustu þá gætirðu þurft að uppfæra aðganginn þinn þar ef þú ætlar að skella öllum verkum Megasar inn í iTunes Match.

Sniðug þjónusta, en hængurinn á henni er að hún er einungis í boði í vissum löndum, og Ísland er ekki þar á meðal. Við deyjum þó ekki ráðalausir, og með því að fylgja leiðarvísinum að neðan, þá getur þú byrjað að nota iTunes Match innan örfárra tíma.

Nauðsynleg tól:

  • PayPal reikningur sem er tengt við íslenskt kreditkort.
  • Amerískur iTunes/App Store reikningur.
  • Smá þolinmæði.

 

Skref 1:

Til þess að nota iTunes Match þá þarftu að vera með bandarískan iTunes reikning. Hér eru leiðbeiningar til að stofna slíkan reikning ef þú ert ekki með bandarískan reikning nú þegar.

Skref 2:
Eins og áður sagði, þá er nauðsynlegt að vera með bandarískt kreditkort til að kaupa iTunes Match. Netverslunin BuyFromPowerSeller selur fyrirframgreidd kreditkort gagngert fyrir iTunes Match. Þegar þangað er komið þá skaltu smella á iTunes Match prepaid cards í valmyndinni vinstra megin á skjánum, og þá muntu sjá eftirfarandi vörur:

 

Einfalt er að kaupa kortin. Eina sem þú þarft er PayPal reikningur, og þú færð allar nauðsynlegar upplýsingar senda í tölvupósti.

Ef þú átt inneign á Apple reikningnum þínum þá nægir að kaupa ódýrara kortið, þ.e. $25 iTunes Match Prepaid Gift Card, en annars skaltu kaupa hitt kortið. Ástæðan er sú að iTunes Match kostar rétt $25 þegar búið er að bæta söluskattinum við. Ef afgangur verður á kortinu, þá geturðu notað hann til að kaupa tónlist, kvikmyndir, bækur, sjónvarpsþætti í iTunes búðinni eða forrit í App Store.

Skref 3:
Þegar þú hefur keypt kortið þá færðu nokkra tölvupósta til staðfestingar á því að þú hafir keypt umbeðna vöru. Síðan tekur við smá bið (oftast 1-2 klukkutímar), og þá færðu kreditkortaupplýsingarnar sendar í tölvupósti, þ.e. kortanúmer, gildistíma og öryggiskóða (CSV). Í tölvupóstinum fylgir einnig tengill á slóð þar sem þú getur kannað stöðuna á kortinu.

(Ath! Ef verið er að kanna stöðuna á kortinu þá er mikilvægt að velja Skip, svo þú getir notað hvaða bandaríska heimilisfang sem er með kortinu. Þetta er tekið fram í tölvupóstinum).

Skref 4: (Einungis fyrir þá sem eiga meira en 25.000 lög. Ef safnið þitt er ekki svo stórt, þá geturðu farið beint í skref 5)

Ef þú átt meira en 25000 lög í iTunes safninu þínu þá þarftu annaðhvort að hreinsa aðeins til í safninu, eða búa til nýtt safn fyrir iTunes Match, því annars muntu sjá eftirfarandi skilaboð og þér verður meinaður aðgangur að iTunes Match.

Búa til nýtt iTunes safn (mini-leiðarvísir)
Ef þú kýst að búa til nýtt iTunes safn (e. Create new library), þá skaltu:
1. Halda inni Option (Mac) eða Shift (Windows) og opna iTunes þannig. Þar skaltu velja Create new library.
2. Farðu í Preferences > Advanced og ekki hafa hakað við Copy Files to iTunes Media Folder When Adding to Library. Þetta gerirðu svo forritið taki ekki afrit af þeim lögum á tölvunni sem þú vilt hafa í iTunes Match.
3. Síðan skaltu bæta við lögunum sem þú vilt hafa í iTunes Match, og að því loknu skaltu fara í Store valmyndina og smella á Turn on iTunes Match..

Skref 5:
Nú skaltu skella þér á iTunes Match síðuna og smella á Subscribe for just $24.99 a year.

Tengillinn fer með þig í iTunes, og biður þig um að bæta kreditkorti við reikninginn svo þú getir keypt áskrift að iTunes Match. Þar skaltu fylla inn kortaupplýsingarnar sem þér voru sendar í tölvupósti í skrefi 3. Undir gerð korts skaltu velja VISA.

Skref 6:
Nú er allt búið, og innan tíðar ættirðu að fá tölvupóst sem hljóðar svo:

Author

6 Comments

  1. Kannski ættir að taka fram að ef maður er með 25.000 lög eða fleiri í safninu sínu þá er manni meinuð aðgang að iTunes match 🙂

    • Holy cow. Ekki vissi maður af þessu.

      Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Skrefi 4 hefur verið bætt við fyrir stórsafnara 🙂

  2. Ég reyndi að nota þetta og eftir mikið erfiði þá get ég ekki séð betur en að þetta sé svindl. Apple segir mér að þeir hafi aldrei fengið greiðsluna og hún sé stopp hjá kreditkortafyrirtækinu. kreditkorta fyrirtækið kemur bara með bull afsakanir og skellir á.

    • Það er ákaflega leitt að heyra. Þú hlýtur að hafa fengið gallað kort eða eitthvað á þá leið.

      Við fórum þessa leið til að fá okkur iTunes Match sjálfir, og höfum heyrt af mörgum sem hafa gert slíkt hið sama. Gerðum einnig slíkt hið sama með Hulu Plus og höfum aldrei lent í neinum vanda.

      Þá myndi ég frekar með því að ræða við BuyFromPowerSeller vegna vandræða út af kortinu sem þú keyptir en ekki kortafyrirtækið.

Write A Comment

Exit mobile version