Það hafa fáar vörur vakið jafnmikla athygli og iPhone síminn frá Apple sem þeir kynntu til sögunnar þann 4. október síðastliðinn. Notendur bjuggust þó við því að Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, myndi þar kynna til sögunnar iPhone 5 síma, og margir urðu þó fyrir vonbrigðum þegar uppfærð útgáfa af iPhone 4S var það „eina“ sem kom fram á kynningunni.

Viðbrögðin við símaum hafa samt sem áður ekki verið af verri endanum því Apple sló met í forpöntunum, og þegar þetta er ritað hafa yfir 4 milljón eintök verið seld af iPhone 4S.

Óvíst er hvenær síminn kemur í sölu á Íslandi, og Íslendingar sem vilja kaupa tækin á ferðalögum sínum erlendis þurfa að anda rólega, því ekki er ljóst hvenær framboðið af símanum verður svo mikið að hægt sé að ganga inn í Apple búð og næla sér í tæki.

Verðið á iPhone 4S helst óbreytt, og er í takt við verðið á iPhone 4 símum með sama geymslumagni. Að neðan má þó sjá hvar hægt er að fá símann opinn frá framleiðanda, svo hægt sé að nota hvaða SIM-kort sem er með honum. Einnig fylgja upplýsingar um hvað síminn mun koma til með að kosta.

Í staðinn fyrir að miða við almennt gengi seðlabankans, þá miðar Einstein við VISA-gengi 19. október 2011, þar sem framkvæmd sýnir að ferðamenn greiða oft fyrir iPhone síma með kreditkorti.

 

VISA-gengi 20.október 2011
USD: 118,4530
GBP: 185,2856
EUR: 162,8996
DKK: 21,9518

 

Aðstoðarkonan Siri er ein helsta nýjungin í iPhone 4S, sem notandinn getur talað við, og hjálpar manni að framkvæma ýmis verkefni.

 

Bretland (sala hófst 14. okt)
16 GB útgáfan kostar 499 pund (þar af 57 pund vsk) = 93 þúsund kr.
32 GB útgáfan kostar 599 pund (þar af 70 pund vsk) = 111 þúsund kr.
64 GB útgáfan kostar 799 pund (þarf af 83.5 pund vsk) = 129 þúsund kr.

 

Danmörk (sala hefst 28. okt)
Verð á iPhone 4S er ekki komið í dönsku Apple búðina, þar sem síminn verður ekki fáanlegur þar fyrr en 28. október.

16 GB útgáfan kostar 4.999 DKK (þar af 1250 DKK vsk) = 110 þúsund kr.
32 GB útgáfan kostar 5.999 DKK (þar af 1500 DKK vsk) = 132 þúsund kr.
64 GB útgáfan kostar 6.999 DKK (þar af 1750 DKK vsk) = 154 þúsund kr.

Athugið að í Bretlandi og Danmörku þá geta íslenskir ferðamenn fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan þar sem Ísland er ekki í ESB (Tax Free For Tourists). Til þess að það sé hægt þá þarf síminn að vera keyptur á staðnum (en ekki t.d. pantaður á netinu og sendur á hótel) og kaupandi þarf að vera með vegabréf meðferðis til að sýna fram á að maður sé að kaupa símann sem ferðamaður.

 

Bandaríkin (sala hefst 1.nóv)
Ef þú vilt kaupa iPhone í Bandaríkjunum, þá ber að hafa í huga að söluskatt er ekki innifalinn í verði símans á vefverslun Apple, sem bætist við þegar síminn er keyptur í búðinni, og er á bilinu 6-9% (mismunandi eftir ríkjum, er t.d. 6% í Florida, en 8,875% í New York)

16 GB útgáfan kostar á bilinu 690-710 dali með söluskatti = 82-85 þúsund kr.
32 GB útgáfan kostar á bilinu 795-815 dali með söluskatti = 94-97 þúsund kr.
64 GB útgáfan kostar á bilinu 900-925 dali með söluskatti = 106-110 þúsund kr.

 

Niðurstaðan er því sú að heppilegast er fyrir þá sem eiga leið til Bandaríkjanna að kaupa hann. Verðið er aðeins hærra í Bretlandi, en í Danmörku er síminn á svipuðu verði og hann mun eflaust koma til með að kosta hérlendis.

 

Ath!
Tollfrjáls verslun ferðamanna sem búsettir eru á Íslandi er fyrir allt að 65.000 kr, og verðmæti hvers hlutar má ekki vera meira en 32.500 kr. Því ber að fara í rauða hliðið og tilkynna að maður hafi tollskyldan varning. Sé iPhone síminn eina varan sem keypt var í ferðinni, þá ber einungis að greiða virðisaukaskatt af andvirði símans umfram 32.500. Með eftirfarandi dæmi sést hversu mikið þarf að borga.

Author

Write A Comment

Exit mobile version