Windows og iOS: Ef þú ert að reyna að restore-a iOS tækið þitt (iPhone / iPad / iPod Touch) og færð eina af ofantöldum villum (þ.e. 21, 29, 1015 eða 16xx) þá gæti iREB vel bjargað málunum (af þessum villum þá er 1015 villan lang algengust)

Einnig er hægt að nota iREB til að vista svokölluð SHSH blobs, sem gera þér kleift að niðurfæra stýrikerfið á símanum ef þú ert ósáttur við nýrri kerfi (á ekki við um iOS 5). Hentar t.d. vel ef þú vilt jailbreak-a tækið þitt, og jailbreak er ekki komið fyrir útgáfuna sem þú ert að keyra á. Að endingu hefur forritið að geyma  leiðbeiningar til að koma tækinu í DFU Mode.

Eftirfarandi myndband að neðan sýnir hvernig þetta er gert ef þú ert í einhverjum vafa.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version