Ef þú notar XBMC forritið til að horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir í sjónvarpinu (hvort sem það er með Apple TV sem búið er að jailbreak-a eða tölvu sem tengd er við sjónvarp) þá geturðu hlustað á íslenskt útvarp með því að setja upp eina litla viðbót. Ef þú hefur 10-15 mínútur aflögu og ert til í smá handavinnu (veltur á því hvort þú sért með nauðsynlegan hugbúnað uppsettan á tölvunni), þá geturðu byrjað að hlusta á íslenskt útvarp í sjónvarpinu þínu.

Leiðarvísirinn miðar við að notandi sé með Apple TV, en uppsetningin er ennþá einfaldari ef maður er með XBMC á tölvunni sinni, nema að þá á notandinn auðvelt um vik að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar með því einu að opna netvafra og fara á heimasíðu viðkomandi útvarpsstöðvar.

Skref 1: Fyrst þarftu að sækja skrá yfir með lista yfir íslenskar útvarpsstöðvar. Sækir hana hér. Að auki þarftu að sækja skrá svo þú getir sett upp Live Streams viðbótina. Til þess að setja hana upp þá þarftu að sækja þessa skrá.

Skref 2: Nú þarftu að tengjast Apple TV með SFTP. Til þess að gera það þarftu að hafa forrit sem styður SFTP skráarflutning, t.d. FileZilla.

Ath! Tölvan sem þú tengist Apple TV-inu verður að vera á sama WiFi og Apple TV-ið sjálft. Slærð svo inn eftirfarandi í FileZilla, og athugaðu að það er mikilvægt að þú notir SFTP en ekki FTP. Í FileZilla skaltu svo rita eftirfarandi gildi:

Host name: apple-tv.local
username: root
password: alpine

Skref 3: Þegar þú ert hefur tengst Apple TV með FileZilla, þá skaltu setja inn skrárnar sem þú sóttir í skrefi 1 í möppuna /private/var/mobile. Að því búnu þá skaltu fara svo yfir í Apple TV spilarann, og opna XBMC. Ferð þar í System > Add-ons og Install from zip file til að setja það upp. Farðu svo í System > Add-ons > Get Add-ons. Veldu „divingmule repository“, smelltu á LiveStreams og „Install“.

Skref 4: Endurræstu XBMC. Síðan skaltu fara í Video > Add-ons og opna LiveStreams. Áður en þú getur haldið áfram þarftu annaðhvort að skilgreina veffang með lista yfir strauma eða skrá sem er inni á Apple TV spilaranum. Hér verður stuðst við síðari aðferðina.

Veldu Choose File. Smelltu á Home Folder og þá ætti .xml skráin að blasa við þér. Veldu skrána og bættu henni við.

Skref 5: Farðu úr LiveStreams og yfir í aðalvalmynd XBMC og svo aftur í LiveStreams, og þá ætti allt að vera komið í gang.

Author

Write A Comment

Exit mobile version