Skref 1: Hægri smelltu á möppuna sem þú vilt deila á veldu „Sharing and Security“.
Skref 2: Hakaðu við reitinn „Share this folder on the network“.
Skref 3: Farðu í Apple TV-ið, veldu Videos > Files (ef þú ert að bæta við myndböndum, annars Music eða Pictures), og þar skaltu velja Add Videos.
Skref 4: Smelltu á Browse og finndu Windows network (SMB) og smelltu á það. Nú sérðu að öllum líkindum möppuna WORKGROUP. Smelltu á hana og þá ættirðu að sjá möppuna sem þú varst að deila. Þegar þú ert kominn inn í möppuna þá skaltu ýta á vinstri takkann á Apple TV fjarstýringunni og smella á OK.
Skref 5: Þegar þú ert búin að velja OK í skrefi 3, þá þarftu að skilgreina hvort þetta efnið séu sjónvarpsþættir (TV Shows), kvikmyndir (Movies), tónlistarmyndbönd (Music Videos) eða blandað efni (None).
ATH! Ef þú vilt bæta við óskipulagðri möppu, sem er t.d. með tónlist, myndbönd, kvikmyndir og þætti allt í bland þá gerirðu það sama, nema velur None í staðinn fyrir TV Shows eða Movies. Þá geturðu bara skoðað efnið í Files en ekki undir Movies eða TV Shows.
3 Comments
Fara ekki að detta inn stillingar fyrir windows 7?
Stillingar fyrir Windows 7 koma inn í næstu viku
Stillingar fyrir Windows 7 komnar inn.
http://einstein.is/2012/03/12/xbmc-spiladu-efni-af-tolvunni-thinni-a-apple-tv-windows-7/