iOS/Jailbreak: Ef þú hefur jailbreak-að iPhone símann þinn eða annað iOS tæki, þá getur verið að þú lendir í því að eitt af uppáhalds Cydia forritunum þínum virki ekki lengur. Ástæðan er oft sú að nýjar og stöðugri útgáfar eru komnar sem bæta forritin.

Margir spá lítið í því að uppfærslur komi fyrir Cydia forrit, en uppfærslur á forritum eða viðbótum þar eru tíðar og nýta sér oft nýjustu möguleika iOS stýrikerfisins að fullu. Til þess að uppfæra forrit í Cydia skaltu gera eftirfarandiSkref 1: Opnaðu Cydia og leyfðu því að hlaða öllum breytingum og nýjungum (tekur oftast 20-60 sekúndur). Smelltu síðan á Changes flipann.
Skref 2:  Ef einhverjar uppfærslur eru komnar þá ættu uppfærslurnar að vera afmarkaðar undir Available Upgrades efst á skjánum.
Skref 3: Smelltu á Upgrade efst í hægra horninu til að uppfæra forritin þín.
Skref 4: Nú skaltu endurræsa símann, og þá ætti Cydia að vera uppfært í topp.

 

Eftirfarandi myndband sýnir einnig hvernig forrit í Cydia eru uppfærð

Author

Write A Comment

Exit mobile version