Með iOS 6 koma margar nýjungar. Breytt miðlun auglýsinga er þar á meðal, sem gerir auglýsendum kleift að kaupa auglýsingar sem birtast einungis notendum á ákveðnum svæðum.

Hægt er að takmarka slíka auglýsingar á iOS með því að fara í Settings > General > About. Þar skaltu skruna niður og smella á Advertising, og hafa Limit Ad Tracking stillt á ON.

Ef þú vilt ganga enn lengra, þá geturðu einnig slökkt á Location Services fyrir iAds með því að fara í Settings > Privacy > Location Services > System Services. Þar skaltu hafa bæði Location Based iAds og Diagnostics and Usage stillt á OFF.

Auglýsingarnar hverfa ekki með þessum breytingum, hvorki í forritum né Safari, en eru frekar almenns eðlis heldur en sniðnar sérstaklega að því hvað þú varst að skoða í vafranum síðustu daga, eða hvar þú ert staddur.

Author

Write A Comment

Exit mobile version