Apple TV apps

Apple hefur undanfarna mánuði bætt stuðning við ýmsar nýjar þjónustur eins og HBO GO, ESPN, Disney og margt fleira. Gallinn við þessar þjónustur er að þær eru einungis fáanlegar ef maður er með sjónvarpsáskrift í Bandaríkjunum.

Fyrir vikið er lítið vit í því að hafa þessi forrit á skjánum þar sem þau verða aldrei notuð.

Í eftirfarandi leiðarvísi sýnum við hvernig þú getur falið forrit í Apple TV spilaranum þínum, þannig að þau trufli þig ekki þegar þú vilt horfa á Netflix, Hulu eða eitthvað annað.

Skref 1: Byrjaðu á því að fara setjast fyrir framan Apple TV spilarann og fara í Settings > General og Parental Controls

Skref 2: Skrunaðu niður þangað til þú sérð lista af forritunum sem birtast á skjánum þínum. Veldu forritið sem þú vilt fela og smelltu á Select hnappinn á Apple TV fjarstýringunni og þá ætti stillingin á viðkomandi forriti að breytast.

Author

Write A Comment

Exit mobile version