iMessage hrekkur

Flestir iPhone eigendur kannast við táknið sem birtist þegar tveir eða fleiri aðilar eru að senda smáskilaboð sín á milli, og gefur til kynna að aðilinn sé að rita skilaboð. Hér ætlum við að sýna lítinn og saklausan hrekk sem hægt er að framkvæma í iMessage samtali.

Skref 1: Byrjaðu á því að vista myndina hér að neðan á símann þinn.

Skref 2: Sendu einhverjum sem þú talar reglulega við (og á iPhone) iMessage skilaboð, bara eitthvað hversdagslegt.

Skref 3: Þegar þið eruð búnir/búin að senda nokkur skilaboð ykkar á milli þá skaltu senda myndina sem þú vistaðir í skrefi 1.

Ef þetta tekst vel upp þá mun móttakandinn halda að þú sért að skrifa mikinn texta, og hugsanlega spyrja hvaða ritgerð sé væntanleg frá þér..

Author Ritstjórn

Write A Comment