Það verður seint sagt að Sony sé að græða mikið á sölu PlayStation 4 leikjatölvanna sem komu á markað nýverið vestanhafs.
Tæknimiðilinn AllThingsD greindi nýverið frá því að það kosti fyrirtækið u.þ.b. 381 dollara að setja saman eitt stykki, eða rúmar 46 þúsund krónur miðað við núverandi gengi. Smásöluverð tölvunnar er svo 399 dalir, eða rúmar 48 þúsund krónur, og því ljóst að hvorki Sony né smásöluverslanir hafa mikið upp úr því að selja tölvurnar.