Netflix leiðarvísirinn okkar er ansi vinsæll. Þættinum hafa borist nokkur bréf, þar sem beðið er um fleiri Netflix leiðarvísa fyrir hin ýmsu tæki. Við tökum vel í allt slíkt, og byrjum því á litlum leiðarvísi sem sýnir hvernig maður stillir PlayStation 4 leikjatölvuna á playmoTV svo hægt sé að nota margar þjónustur á borð við Netflix, Hulu Plus, Crackle BBC iPlayer og margt fleira.

Nauðsynleg tól

  • playmoTV reikningur (svo þú getir fengið aðgang að Netflix)
  • Netflix reikningur (til að já… horfa á Netflix)
  • PlayStation 4 tölva
  • 5 mínútur.


Ath!
Við vísum í Netflix leiðarvísinn sjálfan varðandi uppsetningu á reikningi hjá Playmo.tv og Netflix, og takmörkum þennan leiðarvísi við það hvernig DNS stillingum er breytt á PS4, auk þess sem við sýnum hvernig Netflix forritið er sótt í PlayStation Store.

Skref 1

Byrjaðu á því að fara í Settings og Network

Skref 2

Hérna skaltu svo velja Set Up Internet Connection

Skref 3

Veldu Wi-Fi ef þú tengist netinu þínu þráðlaust, en annars Use a LAN Cable

Skref 4 (bara Wi-Fi, ekki LAN cable)

Veldu svo Custom.

Skref 5

Leitaðu að netinu þínu og sláðu inn lykilorðið svo þú getir haldið áfram.

Skref 6

Í IP address Settings skaltu ekki breyta neinu, og veldu því Automatic.

Skref 7

Sama á við um DHCP Host Name. Þar skaltu leyfa því að standa óbreyttu við Do Not Specify.

Skref 8 – DNS

Nú byrjar ballið. Hérna skaltu velja Manual og halda áfram

Sláðu svo inn eftirfarandi gildi:

Primary DNS: 82.221.94.251 

Secondary DNS: 109.74.12.20

(Athugið, ekki láta þetta líta út eins og á myndinni fyrir neðan því þetta miðar við gamlan DNS þjón hjá playmoTV). Smelltu svo á Done, og svo Next.

Skref 9

MTU Settings skaltu hafa óbreytt, þannig að það sé stillt á Automatic.

Skref 10

Loks skaltu stilla Proxy Server á Do Not Use.

Skref 11

Að þessu búnu skaltu smella á Test Internet Connection. Ef þú fórst rétt að öllu þá ættirðu að ná sambandi við netið.

Skref 12 – Sækja Netflix (og fleiri forrit)

Athugið að til að geta fengið Netflix forritið þarftu að vera með annaðhvort bandarískan eða breskan PSN reikning (sjá leiðarvísi okkar um hvernig maður býr til bandarískan PSN reikning). Playmo.tv styður nokkur forrit á PS4, þ.e. Netflix, Hulu Plus, Amazon Prime og Crackle í amerísku búðinni, og Netflix, ITV og BBC iPlayer (við mælum sérstaklega með BBC fyrir áhugamenn um knattspyrnu, þar sem þar er hægt að horfa á Match of the Day án endurgjalds) í bresku búðinni. Það er svo undir þér komið hvar þú stofnar reikning.

Til þess að sækja forritin skaltu fara í PlayStation Store á heimaskjánum og velja Apps í valmyndinni vinstra megin á skjánum. Þá ættirðu að sjá eitthvað á borð við þetta (skjáskot tekið úr bresku búðinni)

Eftir að þú hefur sótt forritið þá sérðu það, auk annarra margmiðlunarforrita í TV & Video flipanum á heimaskjánum.

 

Þá er það komið. Ef allt gekk vel þá ætti allt að vera komið í gang!

3 Comments

  1. Ég er búin að gera allt sem stendur hérna en samt segir netflix að þetta sé ekki komið í landið mitt ennþá… er með netflix samt í tölvunni og þar virkar allt fínt

    • Já það ætti að virka af því Netflix er í Kanada. Aftur á móti þarftu bandarískan reikning ef þú vilt forrit eins og Hulu 🙂

Write A Comment

Exit mobile version