Seen/Séð eiginleikinn á Facebook skilaboðum er ansi hentugur, því er í raun lestrarkvittun þannig að sendandi skilaboða fær upplýsingar um það hvort móttakandi þeirra hafi séð þau eða ekki.

Í vissum tilvikum vill maður síður að þetta birtist, því þessi lestrarkvittun getur t.d. sett ákveðna pressu á einstakling til að svara skilaboðum sem krefst ítarlegs svars þótt hann sé kannski ekki í aðstöðu til þess.

Ef þú vilt síður senda lestrarkvittun þegar þú skoðar skilaboð þá eru nokkrar lausnir í boði. Chrome notendur á einkatölvum (Mac/Windows) geta sótt viðbótina Unseen on Facebook, sem lokar á þetta.

iOS notendur geta sótt forritið Unread, en með því geturðu lesið (en ekki skrifað) Facebook skilaboð á aðganginum sem er virkur á viðkomandi iOS tæki. Eigandi þess þarf því einnig að hafa Facebook uppsett á tækinu.

Android notendur geta m.a. sótt forritið Privy Chat til að komast hjá þessu.

Write A Comment

Exit mobile version