Með iOS 8 opnaði Apple fyrir þróun lyklaborða frá forriturum utan fyrirtækisins, nokkuð sem Android hefur boðið upp á lengi, og betri íslenskustuðningur er ein helsta ástæðan fyrir því að margir kjósa frekar Android umfram iOS.

Lyklaborðsforritið SwiftKey sendi frá sér uppfærslu í dag, en með henni kom stuðningur við íslensku, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu.

Til þess að nota SwiftKey, þá þarftu að gera þrennt:

  1. Sækja forritið í App Store.
  2. Ræsa forritið og sækja íslenskupakkann. Það er gert með því að fara í Languages úr upphafsskjá forritsins.
  3. Loks þarftu að virkja lyklaborðið með því að fara í Settings (þ.e. iOS settings, ekki SwiftKey), og þaðan í General > Keyboard. Smelltu á Keyboards og veldu SwiftKey. Mundu að velja Allow Full Access, en það er nauðsynlegt svo forritið virki almennilega.

Write A Comment

Exit mobile version